Fólk slegið í rot með lyfjagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 fréttablaðið/anton brink „Við verðum að finna aðrar leiðir en innlagnir á geðdeildir þegar einstaklingur kemst í öngstræti með líf sitt,“ segir Auður Axelsdóttir einn stofnenda Hugarafls. Auður hefur víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Í samtökunum Hugarafli eru valdefling og batamódelið markvisst notuð sem hugmyndafræði og aðferð til að efla starfið og einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða.Ekki batamiðuð meðferð Auður fer í heimsókn á geðdeildir Landspítala vegna veikinda skjólstæðinga sinna hjá samtökunum. „Það hefur orðið mikil afturför inni á geðdeildum, meðferðin einkennist af of mikilli lyfjameðferð og er lítið batamiðuð,“ segir Auður. „Ég hef skilning á því að það þarf stundum bráðainnlagnir, en allt þetta lyfjaaustur er mannskemmandi. Ég fer stundum grátandi út eftir heimsókn á geðdeild, því fólk er slegið í rot með lyfjagjöf. Það er lítið verið að sinna því, tala við það, hlusta á það. Það er ekki hægt að ná nokkru sambandi við það og ég er slegin yfir þessu,“ segir Auður afar ósátt við meðferð skjólstæðinga sinna sem hún segir fornfálega og í engu samhengi við það sem sé viðurkennt að dugi til að stuðla að bata.Skortir viðtalsmeðferð Málefni geðsjúkra voru rædd á málþingi þann 15. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni: Hefur okkur borið af leið? Á málþinginu ræddi heimsþekktur fyrirlesari, Allen Frances, um ofgreiningar geðlækna og greiningakerfi sem þjónar lyfjaiðnaði fremur en fólki. Allen sagði í viðtali við Fréttablaðið að margir sem áður voru álitnir heilbrigðir væru í dag greindir með geðsjúkdóma. Þjáning hversdagsins hafi verið gerð að geðröskunum og alltof oft meðhöndluð með lyfjum. Þórgunnur Ársælsdóttir, einn þeirra geðlækna sem tóku þátt í málþinginu, sagði skort á aðgengi í viðtalsmeðferð og því væri of mikil áhersla á lyfjameðferð. Þórgunnur minnti hins vegar á mikilvægi lyfja í alvarlegum veikindum. „Það voru gríðarlegar framfarir í meðferð geðsjúkra á síðustu öld og einn veigamesti liðurinn var framþróun í lyfjameðferð. Lyf geta verið gríðarlega mikilvæg í alvarlegum veikindum og geta verið hjálpleg í leið til bata,“ sagði Þórgunnur.Skortir gott viðmót Auður sat málþingið og segir viðbrögð heilbrigðisstofnana á eina leið. Það skorti fjármagn. Hún er því ósammála og segir skortinn annan og verri viðureignar. „Það skortir gott viðmót á geðdeildum, manngæsku og samtal. Ég er sannfærð um að starf geðdeildanna myndi ekki lagast þótt við settum fimm milljarða í þær ef notendur þeirra mæta áfram sama viðhorfi,“ segir Auður. „Það var engin raunveruleg samræða á málþinginu. Við hjá Hugarafli höfum margsinnis kynnt hér á landi framfarir sem geta linað sársauka og dregið verulega úr lyfjanotkun, svo sem skjólshús, „Open dialogue, og andlegt hjartahnoð (ECPR). Aðferðir sem er sannað að styðja við bata. Það eru fullt af læknum sem vinna með okkur því þeir sjá að fólk nær bata með þeirri nálgun sem við beitum. Þetta skilar sér hins vegar ekki inn í starf geðdeilda,“ segir Auður.mynd/aðsendVar á sjö geðlyfjum en er nú lyfjalausEinar Björnsson er fjörutíu og átta ára gamall. Hann glímdi við geðræna erfiðleika sem ungur maður en hefur verið án geðlyfja í tæp fjórtán ár og náði bata. Einar var um tíma á níu lyfjum. Sjö geðlyfjum og meltingarfæra- og hjartalyfjum sem hann þurfti að taka vegna aukaverkana. „Ég var flak á þessum tíma. Ég veikist fyrst 25 ára gamall, kem úr erfiðum aðstæðum og fátækt. Ég er greindur með geðhvörf og fór bæði í maníu og þunglyndi. Það stóð til að senda mig á Arnarholt til langtímadvalar, móðir mín var beðin um að skrifa undir sjálfræðissviptingu,“ segir Einar frá. „Mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig,“ segir Einar. Örlög Einars urðu allt önnur. „Ég tók ákvörðun um bata, þá var verið að opna Hvítabandið. Þarna var fólk með aðra sýn en ég var orðinn vanur. Mér var mætt eins og manneskju en ekki eins og hlut,“ segir hann. „Auður átti einnig stóran þátt í mínum bata. Það þarf trú á fólk, það þarf að mæta því á þeim stað sem það er. Ég hef ekki komið á geðdeild síðan nema til þess að fara í heimsókn. Ég finn til með fólki þegar ég geri það. Þetta er ekki umhverfi sem er vænlegt til bata,“ segir Einar og segir ekki hlustað á notendur geðdeilda Landspítalans eða sérfræðinga um batamiðaða meðferð þrátt fyrir að þeir nái góðum árangri. „Geðheilbrigðiskerfið er ekki opið fyrir gagnrýni, hér heima er ekki hlustað á okkur. Umræða um of mikla lyfjameðferð er ekki tekin. Ég hef til dæmis rætt um reynslu mína í sjónvarpsviðtali og fékk þá í andlitið að ég væri að valda fólki skaða. Það er rangt,“ segir Einar og segist sannfærður um að of mikil lyfjameðferð komi ekki að gagni og geti reynst stórskaðleg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
„Við verðum að finna aðrar leiðir en innlagnir á geðdeildir þegar einstaklingur kemst í öngstræti með líf sitt,“ segir Auður Axelsdóttir einn stofnenda Hugarafls. Auður hefur víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Í samtökunum Hugarafli eru valdefling og batamódelið markvisst notuð sem hugmyndafræði og aðferð til að efla starfið og einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða.Ekki batamiðuð meðferð Auður fer í heimsókn á geðdeildir Landspítala vegna veikinda skjólstæðinga sinna hjá samtökunum. „Það hefur orðið mikil afturför inni á geðdeildum, meðferðin einkennist af of mikilli lyfjameðferð og er lítið batamiðuð,“ segir Auður. „Ég hef skilning á því að það þarf stundum bráðainnlagnir, en allt þetta lyfjaaustur er mannskemmandi. Ég fer stundum grátandi út eftir heimsókn á geðdeild, því fólk er slegið í rot með lyfjagjöf. Það er lítið verið að sinna því, tala við það, hlusta á það. Það er ekki hægt að ná nokkru sambandi við það og ég er slegin yfir þessu,“ segir Auður afar ósátt við meðferð skjólstæðinga sinna sem hún segir fornfálega og í engu samhengi við það sem sé viðurkennt að dugi til að stuðla að bata.Skortir viðtalsmeðferð Málefni geðsjúkra voru rædd á málþingi þann 15. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni: Hefur okkur borið af leið? Á málþinginu ræddi heimsþekktur fyrirlesari, Allen Frances, um ofgreiningar geðlækna og greiningakerfi sem þjónar lyfjaiðnaði fremur en fólki. Allen sagði í viðtali við Fréttablaðið að margir sem áður voru álitnir heilbrigðir væru í dag greindir með geðsjúkdóma. Þjáning hversdagsins hafi verið gerð að geðröskunum og alltof oft meðhöndluð með lyfjum. Þórgunnur Ársælsdóttir, einn þeirra geðlækna sem tóku þátt í málþinginu, sagði skort á aðgengi í viðtalsmeðferð og því væri of mikil áhersla á lyfjameðferð. Þórgunnur minnti hins vegar á mikilvægi lyfja í alvarlegum veikindum. „Það voru gríðarlegar framfarir í meðferð geðsjúkra á síðustu öld og einn veigamesti liðurinn var framþróun í lyfjameðferð. Lyf geta verið gríðarlega mikilvæg í alvarlegum veikindum og geta verið hjálpleg í leið til bata,“ sagði Þórgunnur.Skortir gott viðmót Auður sat málþingið og segir viðbrögð heilbrigðisstofnana á eina leið. Það skorti fjármagn. Hún er því ósammála og segir skortinn annan og verri viðureignar. „Það skortir gott viðmót á geðdeildum, manngæsku og samtal. Ég er sannfærð um að starf geðdeildanna myndi ekki lagast þótt við settum fimm milljarða í þær ef notendur þeirra mæta áfram sama viðhorfi,“ segir Auður. „Það var engin raunveruleg samræða á málþinginu. Við hjá Hugarafli höfum margsinnis kynnt hér á landi framfarir sem geta linað sársauka og dregið verulega úr lyfjanotkun, svo sem skjólshús, „Open dialogue, og andlegt hjartahnoð (ECPR). Aðferðir sem er sannað að styðja við bata. Það eru fullt af læknum sem vinna með okkur því þeir sjá að fólk nær bata með þeirri nálgun sem við beitum. Þetta skilar sér hins vegar ekki inn í starf geðdeilda,“ segir Auður.mynd/aðsendVar á sjö geðlyfjum en er nú lyfjalausEinar Björnsson er fjörutíu og átta ára gamall. Hann glímdi við geðræna erfiðleika sem ungur maður en hefur verið án geðlyfja í tæp fjórtán ár og náði bata. Einar var um tíma á níu lyfjum. Sjö geðlyfjum og meltingarfæra- og hjartalyfjum sem hann þurfti að taka vegna aukaverkana. „Ég var flak á þessum tíma. Ég veikist fyrst 25 ára gamall, kem úr erfiðum aðstæðum og fátækt. Ég er greindur með geðhvörf og fór bæði í maníu og þunglyndi. Það stóð til að senda mig á Arnarholt til langtímadvalar, móðir mín var beðin um að skrifa undir sjálfræðissviptingu,“ segir Einar frá. „Mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig,“ segir Einar. Örlög Einars urðu allt önnur. „Ég tók ákvörðun um bata, þá var verið að opna Hvítabandið. Þarna var fólk með aðra sýn en ég var orðinn vanur. Mér var mætt eins og manneskju en ekki eins og hlut,“ segir hann. „Auður átti einnig stóran þátt í mínum bata. Það þarf trú á fólk, það þarf að mæta því á þeim stað sem það er. Ég hef ekki komið á geðdeild síðan nema til þess að fara í heimsókn. Ég finn til með fólki þegar ég geri það. Þetta er ekki umhverfi sem er vænlegt til bata,“ segir Einar og segir ekki hlustað á notendur geðdeilda Landspítalans eða sérfræðinga um batamiðaða meðferð þrátt fyrir að þeir nái góðum árangri. „Geðheilbrigðiskerfið er ekki opið fyrir gagnrýni, hér heima er ekki hlustað á okkur. Umræða um of mikla lyfjameðferð er ekki tekin. Ég hef til dæmis rætt um reynslu mína í sjónvarpsviðtali og fékk þá í andlitið að ég væri að valda fólki skaða. Það er rangt,“ segir Einar og segist sannfærður um að of mikil lyfjameðferð komi ekki að gagni og geti reynst stórskaðleg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira