Erlent

Húsgögn tókust á loft í Miami

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Garðstóll á ferð og flugi.
Garðstóll á ferð og flugi. skjáskot
Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa í Miami um helgina þegar vindhviður hrifsuðu með sér hvers kyns lausamuni.

Þannig tókust garðhúsgögn á loft og hafa myndbönd sem náðust af flugi lausamunana vakið töluverða athygli frá því að þau rötuðu á vefinn á laugardag. Erlendir miðlar greina frá því að garðhúsgögnin hafi staðið á svölum háhýsa þaðan sem vindurinn feykti þeim í átt að nærliggjandi umferðaræðum.

Myndböndin af húsgagnaregninu má sjá hér að neðan. Í þeim má meðal annars sjá garðstól falla til jarðar og litlu má muna að hann hafni á bifreið sem ekur eftir einu breiðstræti borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×