Erlent

Starfsmenn banka í Kína rassskelltir fyrir slæma frammistöðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kínverskir bankastarfsmenn fengu það óþvegið um helgina í þjálfunarbúðum.
Kínverskir bankastarfsmenn fengu það óþvegið um helgina í þjálfunarbúðum. Mynd/Skjáskot
Allt er nú vitlaust í Kína eftir að myndband, þar sem sjá má þjálfara rassskella starfsmenn banka upp á sviði vegna slæmrar frammistöðu, var birt í fjölmiðlum þar í landi.

Myndbandið var fyrst birt af dagblaðinu Peoples's Daily í Kína. Þar sést bersýnilega hvernig þjálfari refsar starfsmönnum bankans fyrir slælega frammistöðu í þjálfunarbúðum sem hann sá um fyrir bankann.

Spyr hann átta starfsmenn, sem allir eru upp á sviði fyrir framan samstarfsmenn sína, af hverju þeir hafi ekki staðið sig nógu vel, áður en hann rassskellir þá með priki.

Búið er að reka tvo yfirmenn bankans, þar á meðal stjórnarformann bankans, Changzhi Zhangze Rural Commercial Bank í norður-Kína en atvikið átti sér stað í þjálfunarbúðum fyrir 200 starfsmenn bankans um síðustu helgi.

Rassskellarinn, Jiang Yang, hefur beðist afsökunar og segist hafa notað rassskellingar árum saman sem þjálfunaraferð. Hann segir að yfirmenn bankans hafi ekki átt þátt í refsingunni.

Í myndbandinu sést að Yang fer fjórar umferðir í rassskellingunum. Yfirvöld í Changzi-héraði í Kína segja að í þokkabót hafi hárið verið rakað af karlmönnunum og klippt af konunum. Bankinn segir að málið sé í rannsókn og að hann muni aðstoða starfsmenn sína í því að sækja skaðabætur til fyrirtækisins sem sá um þjálfunarbúðirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×