Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Jakob Þorsteinsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar