Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Jakob Þorsteinsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar