Forsetinn þarf að geta náð til allra Amalía Björnsdóttir skrifar 22. júní 2016 14:32 Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun