Varð að vera beinskeytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2016 15:15 Gréta Kristín þurfti að fá lán hjá kennara til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið. Vísir/Anton Brink „Ég skammaði ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir bilaða forgangsröðun og hræsni, því Listaháskólinn er í algeru fjársvelti. Rektor fjallaði um það sama en á kurteislegri nótum, ég hafði bara svo lítinn tíma og varð að vera beinskeytt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir um útskriftarræðu sína. Sjálf kveðst hún líka hafa verið í svelti vegna rýrra námslána. „Ég hætti að vinna með náminu um áramót til að geta einbeitt mér að lokaverkefnum og fullreyndi að námslán eru undir fátæktarmörkum. Ég var með 140 þúsund á mánuði og það dugar ekki eins og leiguverðið er. Þetta var svo dramatískt að ég þurfti að fá lán hjá kennaranum mínum til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið.“ Þetta segir hún endurspegla ástandið í skólanum. „Kennarar og stjórnendur fórna sér fyrir skólann og nemendurna, leggja nótt við dag og hafa samt tekið á sig launalækkun. Þar er gríðarlegur metnaður fyrir því að láta fjárhagsástandið ekki koma niður á gæðum námsins. Nýlega var öllum mötuneytum Listaháskólans lokað í öllum starfstöðvunum þremur, í Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti, að sögn Grétu Kristínar og bókasöfnin sameinuð í eitt. „Með því var hjartað tekið úr húsunum,“ segir hún. Gréta Kristín stefnir á leikstjórn. Lokaverkefni hennar var leikverk sem kallast Stertabenda og fjallar um krísuna í íslenskri þjóðarsál eftir Panamaskjölin og frægan Kastljósþátt. Þjóðleikhúsið ætlar að taka það til sýningar í haust. Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
„Ég skammaði ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir bilaða forgangsröðun og hræsni, því Listaháskólinn er í algeru fjársvelti. Rektor fjallaði um það sama en á kurteislegri nótum, ég hafði bara svo lítinn tíma og varð að vera beinskeytt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir um útskriftarræðu sína. Sjálf kveðst hún líka hafa verið í svelti vegna rýrra námslána. „Ég hætti að vinna með náminu um áramót til að geta einbeitt mér að lokaverkefnum og fullreyndi að námslán eru undir fátæktarmörkum. Ég var með 140 þúsund á mánuði og það dugar ekki eins og leiguverðið er. Þetta var svo dramatískt að ég þurfti að fá lán hjá kennaranum mínum til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið.“ Þetta segir hún endurspegla ástandið í skólanum. „Kennarar og stjórnendur fórna sér fyrir skólann og nemendurna, leggja nótt við dag og hafa samt tekið á sig launalækkun. Þar er gríðarlegur metnaður fyrir því að láta fjárhagsástandið ekki koma niður á gæðum námsins. Nýlega var öllum mötuneytum Listaháskólans lokað í öllum starfstöðvunum þremur, í Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti, að sögn Grétu Kristínar og bókasöfnin sameinuð í eitt. „Með því var hjartað tekið úr húsunum,“ segir hún. Gréta Kristín stefnir á leikstjórn. Lokaverkefni hennar var leikverk sem kallast Stertabenda og fjallar um krísuna í íslenskri þjóðarsál eftir Panamaskjölin og frægan Kastljósþátt. Þjóðleikhúsið ætlar að taka það til sýningar í haust.
Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira