Nýting sóknarfæra í laxeldi á Íslandi Gunnar Davíðsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Framleiðsla á eldislaxi hefur verið ævintýri líkust í Noregi undanfarna áratugi. Framleiðslan hefur aukist um nærri 10% á ári að meðaltali síðastliðin 20 ár og fór yfir milljón tonn í fyrra. Iðnaðurinn skapar mikinn fjölda starfa um allan Noreg og eru þau sérstaklega kærkomin í mörgum minni samfélögum norður eftir allri og langri stönd landsins. Eðli laxeldis er nefnilega með þeim hætti að flest störf verða að vera þar sem framleiðslan á sér stað, nefnilega í strjálbýli á strandsvæðum. Á síðasta ári nam verðmæti eldisfisks í Noregi rúmlega 700 milljörðum íslenskra króna og fjöldi beinna starfa við matfisk- og seiðaeldið var 6.241. Eru þá ótalin öll þau störf sem skapast við fóðurframleiðslu, slátrun, flutninga ýmiss konar og aðra þjónustu sem eldið þarfnast. Nú er svo komið að vöxturinn hefur minnkað vegna vandræða með sérstaklega laxalús sem hefur verið erfitt að halda í skefjum og hafa matvælayfirvöld látið slátra fiski þar sem vandræðin eru hvað mest og sett skorður við framleiðslu á einstöku svæðum. Norsk stjórnvöld eru samt staðráðin í að greinin haldi áfram að vaxa og er markið sett hátt. Ekki minna en 5 milljónir tonna af laxi er áætlað að framleiða árið 2050 – og byggist þessi spá á helmingi minni vexti en verið hefur undanfarin ár, „aðeins“ fimm prósent á ári. Til að ná þessum vexti er aðalatriðið fyrir Norðmenn að minnka áhrif laxalúsarinnar og eins að stuðla að rannsóknum og áframhaldandi þróunarvinnu á öllum sviðum eldis. Þegar eru komin fram svokölluð þróunarleyfi þar sem áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslutækni og verða þau væntanlega mörg og margvísleg þegar fram líða stundir.Ólíkt umhverfi á Íslandi Íslensk strandsvæði eru að mörgu leyti hentug fyrir laxeldi á sama hátt og strandsvæði Noregs. Líffræðilegar forsendur eru góðar og þó að sjávarhiti sé hér lægri og vöxtur fisksins þar af leiðandi hægari, þá er sjávarhiti við Íslandsstrendur að jafnaði of lágur til þess að laxalúsin nái fótfestu og geti orðið til vandræða. Í Noregi er það aðallega villtur lax og ætluð áhrif eldislaxins á genamengi hans sem eru helsta áhyggjuefnið þegar rætt er um aukið eldi. Þess vegna hafa ákveðin svæði með fjörðum og flóum verið lokuð fyrir eldi. Samt eru það að verulegu leyti margar aðrar ástæður sem hafa staðið villta laxinum fyrir þrifum í Noregi, til dæmis vatnsaflsvirkjanir og áhrif þeirra ásamt súru regni og eyðileggingu gotsvæða í ánum af völdum flóða og mannvirkjagerða.Íslenska varúðarreglan Á Íslandi hafa stjórnvöld þegar lokað miklum meirihluta strandsvæða sem að óbreyttu þættu afar hentug til laxeldis. Þar má nefna fjölda flóa: Faxaflóa ásamt Breiðafirði, og mestallt Norðurland, svo sem Húnaflóa, Skagafjörð og Skálfanda. Á Austurlandi eru Þistilfjörður og svæðið frá Langanesi allt suður til Glettinganess einnig lokuð fyrir strandeldi. Íslendingar hafa gengið talsvert lengra með setningu strangra reglna en Norðmenn hafa gert til verndar villtum laxastofnum. Í raun er tilefni til að spyrja sig hvort íslenska leiðin sé það ströng að hún standi eðlilegum vexti greinarinnar fyrir þrifum. Um það má að sjálfsögðu deila, en af þeim sökum er þó afar mikilvægt að nýta sem best þau svæði hérlendis sem þó eru aðgengileg og henta vel til strandeldis, það er Vestfirði og Austfirði. Sé rétt á haldið munu frekari sóknarfæri skapast í atvinnugreininni á Íslandi.Langtímahvíld eldissvæðanna Það er eflaust til mikils láns fyrir íslensk eldisfyirtæki að norski búnaðarstaðallinn skuli hafa verið innleiddur fyrir eldiskvíar og tengdan búnað. Norski búnaðarstaðallinn dregur verulega úr líkum á slysasleppingum sem bæði er áhyggjuefni varðandi villtu stofnana og eins getur valdið umtalsverðu fjárhagstjóni fyrir eldisfyrirtækin. Einnig fá eldissvæðin hér á landi ákveðna langtímahvíld með reglulegu millibili á milli þess sem fiskur er í kvíunum, sem einnig er að norskri fyrirmynd og sem hefur gefist vel. Með þessu fær lífríki svæðanna tíma til að jafna sig að fullu hafi eldið haft áhrif sem ekki eru æskileg til lengri tíma litið. Aukið eldi á hentugum svæðum, svæðastýring, góður búnaður og virkt eftirlit eru góðar forsendur fyrir því að skapa arðbær störf á landsbyggðinni með atvinnugrein sem bæði er vistvæn og á sér mikla möguleika í framtíðinni. Sjá nánar fyrirlestur sem fluttur var nýlega á Ísafirði (smellið á „show all content“ þegar vafri biður um leyfi til að sjá kort): bit.ly/fiskelditroms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framleiðsla á eldislaxi hefur verið ævintýri líkust í Noregi undanfarna áratugi. Framleiðslan hefur aukist um nærri 10% á ári að meðaltali síðastliðin 20 ár og fór yfir milljón tonn í fyrra. Iðnaðurinn skapar mikinn fjölda starfa um allan Noreg og eru þau sérstaklega kærkomin í mörgum minni samfélögum norður eftir allri og langri stönd landsins. Eðli laxeldis er nefnilega með þeim hætti að flest störf verða að vera þar sem framleiðslan á sér stað, nefnilega í strjálbýli á strandsvæðum. Á síðasta ári nam verðmæti eldisfisks í Noregi rúmlega 700 milljörðum íslenskra króna og fjöldi beinna starfa við matfisk- og seiðaeldið var 6.241. Eru þá ótalin öll þau störf sem skapast við fóðurframleiðslu, slátrun, flutninga ýmiss konar og aðra þjónustu sem eldið þarfnast. Nú er svo komið að vöxturinn hefur minnkað vegna vandræða með sérstaklega laxalús sem hefur verið erfitt að halda í skefjum og hafa matvælayfirvöld látið slátra fiski þar sem vandræðin eru hvað mest og sett skorður við framleiðslu á einstöku svæðum. Norsk stjórnvöld eru samt staðráðin í að greinin haldi áfram að vaxa og er markið sett hátt. Ekki minna en 5 milljónir tonna af laxi er áætlað að framleiða árið 2050 – og byggist þessi spá á helmingi minni vexti en verið hefur undanfarin ár, „aðeins“ fimm prósent á ári. Til að ná þessum vexti er aðalatriðið fyrir Norðmenn að minnka áhrif laxalúsarinnar og eins að stuðla að rannsóknum og áframhaldandi þróunarvinnu á öllum sviðum eldis. Þegar eru komin fram svokölluð þróunarleyfi þar sem áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslutækni og verða þau væntanlega mörg og margvísleg þegar fram líða stundir.Ólíkt umhverfi á Íslandi Íslensk strandsvæði eru að mörgu leyti hentug fyrir laxeldi á sama hátt og strandsvæði Noregs. Líffræðilegar forsendur eru góðar og þó að sjávarhiti sé hér lægri og vöxtur fisksins þar af leiðandi hægari, þá er sjávarhiti við Íslandsstrendur að jafnaði of lágur til þess að laxalúsin nái fótfestu og geti orðið til vandræða. Í Noregi er það aðallega villtur lax og ætluð áhrif eldislaxins á genamengi hans sem eru helsta áhyggjuefnið þegar rætt er um aukið eldi. Þess vegna hafa ákveðin svæði með fjörðum og flóum verið lokuð fyrir eldi. Samt eru það að verulegu leyti margar aðrar ástæður sem hafa staðið villta laxinum fyrir þrifum í Noregi, til dæmis vatnsaflsvirkjanir og áhrif þeirra ásamt súru regni og eyðileggingu gotsvæða í ánum af völdum flóða og mannvirkjagerða.Íslenska varúðarreglan Á Íslandi hafa stjórnvöld þegar lokað miklum meirihluta strandsvæða sem að óbreyttu þættu afar hentug til laxeldis. Þar má nefna fjölda flóa: Faxaflóa ásamt Breiðafirði, og mestallt Norðurland, svo sem Húnaflóa, Skagafjörð og Skálfanda. Á Austurlandi eru Þistilfjörður og svæðið frá Langanesi allt suður til Glettinganess einnig lokuð fyrir strandeldi. Íslendingar hafa gengið talsvert lengra með setningu strangra reglna en Norðmenn hafa gert til verndar villtum laxastofnum. Í raun er tilefni til að spyrja sig hvort íslenska leiðin sé það ströng að hún standi eðlilegum vexti greinarinnar fyrir þrifum. Um það má að sjálfsögðu deila, en af þeim sökum er þó afar mikilvægt að nýta sem best þau svæði hérlendis sem þó eru aðgengileg og henta vel til strandeldis, það er Vestfirði og Austfirði. Sé rétt á haldið munu frekari sóknarfæri skapast í atvinnugreininni á Íslandi.Langtímahvíld eldissvæðanna Það er eflaust til mikils láns fyrir íslensk eldisfyirtæki að norski búnaðarstaðallinn skuli hafa verið innleiddur fyrir eldiskvíar og tengdan búnað. Norski búnaðarstaðallinn dregur verulega úr líkum á slysasleppingum sem bæði er áhyggjuefni varðandi villtu stofnana og eins getur valdið umtalsverðu fjárhagstjóni fyrir eldisfyrirtækin. Einnig fá eldissvæðin hér á landi ákveðna langtímahvíld með reglulegu millibili á milli þess sem fiskur er í kvíunum, sem einnig er að norskri fyrirmynd og sem hefur gefist vel. Með þessu fær lífríki svæðanna tíma til að jafna sig að fullu hafi eldið haft áhrif sem ekki eru æskileg til lengri tíma litið. Aukið eldi á hentugum svæðum, svæðastýring, góður búnaður og virkt eftirlit eru góðar forsendur fyrir því að skapa arðbær störf á landsbyggðinni með atvinnugrein sem bæði er vistvæn og á sér mikla möguleika í framtíðinni. Sjá nánar fyrirlestur sem fluttur var nýlega á Ísafirði (smellið á „show all content“ þegar vafri biður um leyfi til að sjá kort): bit.ly/fiskelditroms.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun