Norðurljósin í Norðurljósum Jónas Sen skrifar 23. júní 2016 10:15 „Mullova var mögnuð, leikur hennar var sérlega grípandi; hárnákvæmur og kröftugur í senn,“ segir í dómnum. NordicPhoto/Getty Tónlist Verk eftir Takemitsu, Saariaho, Ravel og Skúla Sverrisson á Reykjavík Midsummer Music. Flytjendur: Viktoria Mullova, Víkingur Heiðar Ólafsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Katie Buckley, Matthew Barley og fleiri. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 16. júní Ég var kominn út í geim á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nokkur verkanna á efnisskránni voru innblásin af himinhvolfinu. Það lá við að fólk lyftist úr sætum sínum og svifi um; þannig var stemningin. Óríon fyrir selló og píanó eftir Toru Takemitsu var eitt af þessum verkum. Óríon er stjörnumerki og eins og svo oft með stjörnurnar, þá tengist því goðsögn. Nafnið kemur úr grískri goðafræði; Óríon var veiðimaður sem storkaði guðunum. Það var eitthvað fallega tímalaust við tónsmíð Takemitsu. Framrás tónanna var óræð, hljómarnir myrkir, laglínurnar leitandi. Matthew Barley lék einkar fallega á sellóið, ómurinn var safaríkur og stefin fagurlega mótuð. Píanóleikur Bjarna Frímanns Bjarnasonar var ekki síðri. Ásláttur hans var einstaklega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar. Bjarni Frímann er altmuligmand, hann spilar á píanó og fiðlu, og stjórnar hljómsveit. Geri aðrir betur! Önnur geim-tónsmíð var Lichtbogen eftir finnskt samtímatónskáld, Kaija Saariaho. Þar voru norðurljósin tónsett, ef svo má segja. Síbreytilegir, risavaxnir logar á endalausri ferð um himinhvolfið birtust manni í fíngerðu tónmálinu, sem oftar en ekki var mjög ofarlega á tónsviðinu. Tónlistin var bæði svört eins og geimurinn, en líka skær og lýsandi björt inn á milli. Hún var leikin af níu hljóðfæraleikurum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður. Tónlistin varð þó fyrst áhrifamikil þegar rafhljóð tóku að blandast við hana. Hvílík fegurð! Síðasta geim-verkið var Miranda eftir Skúla Sverrisson. Það var fyrir píanó og var frumflutt af Víkingi Heiðari Ólafssyni á tónleikunum. Miranda er minnsta tungl Úranusar. Tónmálið var annarlegt, byggðist á mínímalískum hendingum sem voru endurteknar í sífellu en tóku smám saman breytingum. Stemningin í tónlistinni var heillandi, og leikur Víkings var einkar ljúfur áheyrnar. Fyrir utan geiminn voru tvö önnur verk, bæði eftir Ravel, á dagskránni. Fyrst var Introduction et allegro fyrir hörpu og nokkur önnur hljóðfæri. Harpan var í aðalhlutverki, þetta var einskonar hörpukonsert. Katie Buckley lék á hörpuna og gerði það meistaralega. Spilamennskan var blæbirgðarík, þétt og fókuseruð. Í Tríói fyrir fiðlu, selló og píanó bættist engin önnur en Viktoria Mullova, heimsfrægur fiðluleikari, í hóp þeirra Barleys og Víkings. Tónlistin spannaði mjög vítt svið, allt frá innhverfum, hugleiðslukenndum hljómum og dreymnum laglínum yfir í ofsafengna, ástríðuþrungna hápunkta. Mullova var mögnuð, leikur hennar var sérlega grípandi; hárnákvæmur og kröftugur í senn. Sellóleikurinn var líka pottþéttur og píanóleikurinn aðdáunarverður; samspilið var prýðilegt. Þetta var magnað.Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með snilldarlegum hljóðfæraleik og krassandi tónlist. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist Verk eftir Takemitsu, Saariaho, Ravel og Skúla Sverrisson á Reykjavík Midsummer Music. Flytjendur: Viktoria Mullova, Víkingur Heiðar Ólafsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Katie Buckley, Matthew Barley og fleiri. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 16. júní Ég var kominn út í geim á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nokkur verkanna á efnisskránni voru innblásin af himinhvolfinu. Það lá við að fólk lyftist úr sætum sínum og svifi um; þannig var stemningin. Óríon fyrir selló og píanó eftir Toru Takemitsu var eitt af þessum verkum. Óríon er stjörnumerki og eins og svo oft með stjörnurnar, þá tengist því goðsögn. Nafnið kemur úr grískri goðafræði; Óríon var veiðimaður sem storkaði guðunum. Það var eitthvað fallega tímalaust við tónsmíð Takemitsu. Framrás tónanna var óræð, hljómarnir myrkir, laglínurnar leitandi. Matthew Barley lék einkar fallega á sellóið, ómurinn var safaríkur og stefin fagurlega mótuð. Píanóleikur Bjarna Frímanns Bjarnasonar var ekki síðri. Ásláttur hans var einstaklega mjúkur og hlýlegur, hver einasti hljómur var unaðslegur áheyrnar. Bjarni Frímann er altmuligmand, hann spilar á píanó og fiðlu, og stjórnar hljómsveit. Geri aðrir betur! Önnur geim-tónsmíð var Lichtbogen eftir finnskt samtímatónskáld, Kaija Saariaho. Þar voru norðurljósin tónsett, ef svo má segja. Síbreytilegir, risavaxnir logar á endalausri ferð um himinhvolfið birtust manni í fíngerðu tónmálinu, sem oftar en ekki var mjög ofarlega á tónsviðinu. Tónlistin var bæði svört eins og geimurinn, en líka skær og lýsandi björt inn á milli. Hún var leikin af níu hljóðfæraleikurum undir stjórn Bjarna Frímanns. Flutningurinn var nákvæmur og agaður. Tónlistin varð þó fyrst áhrifamikil þegar rafhljóð tóku að blandast við hana. Hvílík fegurð! Síðasta geim-verkið var Miranda eftir Skúla Sverrisson. Það var fyrir píanó og var frumflutt af Víkingi Heiðari Ólafssyni á tónleikunum. Miranda er minnsta tungl Úranusar. Tónmálið var annarlegt, byggðist á mínímalískum hendingum sem voru endurteknar í sífellu en tóku smám saman breytingum. Stemningin í tónlistinni var heillandi, og leikur Víkings var einkar ljúfur áheyrnar. Fyrir utan geiminn voru tvö önnur verk, bæði eftir Ravel, á dagskránni. Fyrst var Introduction et allegro fyrir hörpu og nokkur önnur hljóðfæri. Harpan var í aðalhlutverki, þetta var einskonar hörpukonsert. Katie Buckley lék á hörpuna og gerði það meistaralega. Spilamennskan var blæbirgðarík, þétt og fókuseruð. Í Tríói fyrir fiðlu, selló og píanó bættist engin önnur en Viktoria Mullova, heimsfrægur fiðluleikari, í hóp þeirra Barleys og Víkings. Tónlistin spannaði mjög vítt svið, allt frá innhverfum, hugleiðslukenndum hljómum og dreymnum laglínum yfir í ofsafengna, ástríðuþrungna hápunkta. Mullova var mögnuð, leikur hennar var sérlega grípandi; hárnákvæmur og kröftugur í senn. Sellóleikurinn var líka pottþéttur og píanóleikurinn aðdáunarverður; samspilið var prýðilegt. Þetta var magnað.Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar með snilldarlegum hljóðfæraleik og krassandi tónlist.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira