Takast þarf á við vandann á heimavelli Sæunn Gísladóttur skrifar 29. júní 2016 07:00 Fensby segir ómögulegt að viðhalda núverandi velferðarkerfum í ljósi gríðarlegs skattaundanskots. Fréttablaðið/Anton Brink Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“ Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent