Takast þarf á við vandann á heimavelli Sæunn Gísladóttur skrifar 29. júní 2016 07:00 Fensby segir ómögulegt að viðhalda núverandi velferðarkerfum í ljósi gríðarlegs skattaundanskots. Fréttablaðið/Anton Brink Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“ Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira