Stærstur hluti Íslendinga vill hafa forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2016 05:00 Langflestir svarendur í könnuninni vilja hafa einhvern ábúanda á Bessastöðum. vísir/gva „Þetta segir mér kannski bara fyrst og fremst að það er yfirgnæfandi stuðningur við það í samfélaginu að hafa forsetaembætti áfram, hvað svo sem röddum um annað líður,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þessar niðurstöður sýna að einungis 12 prósent svarenda vilja að embætti forseta Íslands verði lagt niður, 78 prósent vilja það ekki, níu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni en 1 prósent neitar að svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að tæp 14 prósent vilja að forsetaembættið verði lagt niður. Rúm 86 prósent vilja það ekki. Fleiri karlar en konur sem afstöðu taka vilja að embættið verði lagt niður, eða 15,6 prósent á móti 11,7 prósentum.Grétar Þór segir þessar niðurstöður benda til þess að þjóðin vilji hafa forseta. „En svo er náttúrlega hitt að þjóðin er komin í forsetagírinn í aðdraganda kosninga. Það er ekkert útilokað að þú fengir aðeins lægri tölu ef þú værir á miðju kjörtímabili,“ segir Grétar Þór og ítrekar að fólk sé komið í ákveðinn gír. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Vilt þú að embætti forseta Íslands verði lagt niður? Svarmöguleikarnir voru já og nei. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 89,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Þetta segir mér kannski bara fyrst og fremst að það er yfirgnæfandi stuðningur við það í samfélaginu að hafa forsetaembætti áfram, hvað svo sem röddum um annað líður,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þessar niðurstöður sýna að einungis 12 prósent svarenda vilja að embætti forseta Íslands verði lagt niður, 78 prósent vilja það ekki, níu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni en 1 prósent neitar að svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að tæp 14 prósent vilja að forsetaembættið verði lagt niður. Rúm 86 prósent vilja það ekki. Fleiri karlar en konur sem afstöðu taka vilja að embættið verði lagt niður, eða 15,6 prósent á móti 11,7 prósentum.Grétar Þór segir þessar niðurstöður benda til þess að þjóðin vilji hafa forseta. „En svo er náttúrlega hitt að þjóðin er komin í forsetagírinn í aðdraganda kosninga. Það er ekkert útilokað að þú fengir aðeins lægri tölu ef þú værir á miðju kjörtímabili,“ segir Grétar Þór og ítrekar að fólk sé komið í ákveðinn gír. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 6. júní. Hringt var í 924 manns þar til náðist í 800 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Vilt þú að embætti forseta Íslands verði lagt niður? Svarmöguleikarnir voru já og nei. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 89,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira