Innlent

7.600 umsóknir bárust HÍ

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Vísir/Anton
Liðlega 7.600 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út sunnudaginn 5. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Umsóknir um grunnnám voru 4.500 og rúmlega 3.100 manns sóttu um framhaldsnám. Til samanburðar voru hátt í fjögur þúsund nemendur brautskráðir með stúdentspróf frá framhaldsskólum landsins um síðustu áramót og í vor.

Á Félagsvísindasviði bárust flestar umsóknir í viðskiptafræði, alls 390, en greinin hefur um nokkurt skeið verið sú vinsælasta innan skólans.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×