Innlent

Segir samningsrétt veiktan kerfisbundið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/GVA
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina veikja samningsrétt á vinnumarkaði kerfisbundið. Katrín var á meðal þeirra sem kusu gegn lagasetningu á yfirvinnubann Félags íslenskra flugumferðarstjóra á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt á miðvikudag.

„Nei-ið okkar í gær snerist ekki eingöngu um þetta mál efnislega heldur raðlagasetningu þessarar ríkisstjórnar á kjaradeilur,“ segir Katrín og vísar meðal annars til lagasetningar á verkfallsaðgerðir BHM, hjúkrunarfræðinga og undirmanna á Herjólfi. „Það sem þessi sería af lagasetningum ríkisstjórnarinnar er að gera er að kerfisbundið veikja samningsrétt allra hópa á vinnumarkaði,“ segir Katrín.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu, segir þurfa að ákveða hvernig eigi að meðhöndla hvert mál fyrir sig. „Það er alls ekki hægt að draga ályktanir út frá þessu máli þvert á allar kjaradeilur í landinu. Það er ekki hægt.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×