Múlattavangaveltur Davíðs falla í grýttan jarðveg Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 13:31 Mörgum brá í brún í gærkvöldi þegar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi taldi ekki úr vegi að kalla Obama múlatta ef svo bæri undir. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, var í viðtali um framboð sitt á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var hann inntur eftir orðanotkun sem hann hafði viðhaft í Morgunblaðinu um Barack Obama en Davíð vildi kalla hann múlatta. Davíð útskýrði að þetta orð væri að finna í orðabók Marðar Árnasonar, ekkert væri athugavert við þetta orð, ekki frekar en hálfsystkin. „Það þýðir ekki að þau séu hálf. Það þýðir að þau séu hálfsystkin,“ sagði Davíð og gaf þannig lítið fyrir það að orðið gæti hugsanlega verið niðrandi. Og, sagði aðspurður hann alveg vísan með að kalla Obama, ef þeir hittust, múlatta, ef því væri að skipta.Eiríkur hefur sitthvað við málflutning Davíðs að athuga.Þessi orð hafa fallið í verulega grýttan jarðveg meðal ýmissa á Facebook, þar sem bent hefur verið á það að ekki séu bara þau orð að finna í orðabókum sem eru jákvæðra eiginda.„Sjitt“ er líka í orðabókinniEinn þeirra sem fettir fingur út í þennan skilning Davíðs er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við HÍ og íslenskufræðingur: „heyrði að Davíð fannst í himnalagi að nota orðið „múlatti“ af því að það er „orð úr orðabókinni sem Mörður Árnason tók saman, nýrri orðabók“. Við þetta er nú margt að athuga. Í fyrsta lagi tók Mörður ekki saman orðabókina, heldur ritstýrði endurskoðun orðabókar sem Árni Böðvarsson tók saman fyrir rúmlega hálfri öld, þegar viðhorf til ýmissa orða var annað en nú. Skilgreiningin á „múlatti“ er síðan þá. Í öðru lagi lýsir þetta einhverjum grundvallarmisskilningi á eðli orðabóka. Þótt orð sé í orðabók táknar það ekki að hægt sé að nota það við hvaða aðstæður sem er. „Sjitt“ er líka í orðabókinni - varla myndi Davíð nota það við Obama.“Orðið er talið niðrandiEinhverjir hafa orðið til að benda á Wikipedia þar sem gerð er grein fyrir merkingu hugtaksins, hvernig það er til komið og hvers vegna litið er svo á að það teljist niðrandi. Og forseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon, gaukar þessu að vinum sínum á Facebook:„Fræðslumoli dagsins: Hvað kallast afkvæmi konu frá Íslandi og karls frá Súdan? Mér datt í hug að kíkja í líffræðibók; jú það kallast víst barn.“Steinunn Ólína er ein þeirra sem blöskrar frjálsleg notkun ritstjórans og forsetaframbjóðandans á orðinu múlatti.Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson nálgast þetta mál ekki af sömu yfirvegun og háskólamennirnir. Nema síður sé. Hann vísar til þessara ummæla um múlattann og hellir sér svo yfir Davíð: „Það var alvitað að Davíð Oddsson væri illa innrættur. En hann virðist líka bara vera hálfviti. Það er makalaust að formaður stjórnmálaflokks með 30 prósenta fylgi hafi lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Davíðs. Hvað ætli yrði um Vinstrihreyfinguna grænt framboð ef hún lýsti yfir stuðningi við framboð Hildar Þórðardóttur?“ Öðrum fjölmiðlamönnum sem blöskrar frjálsleg notkun Davíðs á orðinu múlatti er svo Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins: DO spurður hvort hann myndi nota orðið múlatti um Barack Obama : „Ef ég ætti að lýsa slíku fyrirbæri?“Davíð má sitja undir níðrógiEn, Davíð á ekki bara óvini á Facebook og einn einarðasti stuðningsmaður Davíðs þar er Hallur Hallsson rithöfundur. Hann var ánægður með sinn mann eins og hann birtist á skjá Ríkissjónvarpsins og finnst furðulegt hversu miklum rógi hann má sæta, eða níðrógi eins og Hallur kallar það:Hallur Hallsson er einn staðfastasti stuðningsmaður Davíðs og sér í honum vörn gegn óvinveittum öflum.„Davíð Oddsson áréttaði yfirburði sína og mannkosti í Kastljósi ... enginn einn maður í Íslandssögunni hefur sætt öðrum eins rógi og Davíð Oddsson; níðrógi. Hann var sem bjarg á ögurstundu í sögu íslenskrar þjóðar. Arkitektinn að því að sturta niður 7-8 þúsundum milljörðum „óreiðumanna“ með Neyðarlögunum sem einn forsetaframbjóðenda kallaði „fuck-the-foreigner-lögin“. Svo stóð hann vaktina í Icesave - ólíkt sumum öðrum,“ skrifar Hallur fyrir stundu. Hallur sem tíðrætt er um Icesave og ESB, enda skrifaði hann bók um sambandið, The Vultures Lair og lét þess svo getið í virðulegu viðtali um bókina að the Vulture „is lurking everywhere.“ Hallur slær svo botninn í sitt framlag á og er á léttum nótum: „Hann fær mitt atkvæði ... þó ekki væri nema fyrir krullurnar!“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, var í viðtali um framboð sitt á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var hann inntur eftir orðanotkun sem hann hafði viðhaft í Morgunblaðinu um Barack Obama en Davíð vildi kalla hann múlatta. Davíð útskýrði að þetta orð væri að finna í orðabók Marðar Árnasonar, ekkert væri athugavert við þetta orð, ekki frekar en hálfsystkin. „Það þýðir ekki að þau séu hálf. Það þýðir að þau séu hálfsystkin,“ sagði Davíð og gaf þannig lítið fyrir það að orðið gæti hugsanlega verið niðrandi. Og, sagði aðspurður hann alveg vísan með að kalla Obama, ef þeir hittust, múlatta, ef því væri að skipta.Eiríkur hefur sitthvað við málflutning Davíðs að athuga.Þessi orð hafa fallið í verulega grýttan jarðveg meðal ýmissa á Facebook, þar sem bent hefur verið á það að ekki séu bara þau orð að finna í orðabókum sem eru jákvæðra eiginda.„Sjitt“ er líka í orðabókinniEinn þeirra sem fettir fingur út í þennan skilning Davíðs er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við HÍ og íslenskufræðingur: „heyrði að Davíð fannst í himnalagi að nota orðið „múlatti“ af því að það er „orð úr orðabókinni sem Mörður Árnason tók saman, nýrri orðabók“. Við þetta er nú margt að athuga. Í fyrsta lagi tók Mörður ekki saman orðabókina, heldur ritstýrði endurskoðun orðabókar sem Árni Böðvarsson tók saman fyrir rúmlega hálfri öld, þegar viðhorf til ýmissa orða var annað en nú. Skilgreiningin á „múlatti“ er síðan þá. Í öðru lagi lýsir þetta einhverjum grundvallarmisskilningi á eðli orðabóka. Þótt orð sé í orðabók táknar það ekki að hægt sé að nota það við hvaða aðstæður sem er. „Sjitt“ er líka í orðabókinni - varla myndi Davíð nota það við Obama.“Orðið er talið niðrandiEinhverjir hafa orðið til að benda á Wikipedia þar sem gerð er grein fyrir merkingu hugtaksins, hvernig það er til komið og hvers vegna litið er svo á að það teljist niðrandi. Og forseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon, gaukar þessu að vinum sínum á Facebook:„Fræðslumoli dagsins: Hvað kallast afkvæmi konu frá Íslandi og karls frá Súdan? Mér datt í hug að kíkja í líffræðibók; jú það kallast víst barn.“Steinunn Ólína er ein þeirra sem blöskrar frjálsleg notkun ritstjórans og forsetaframbjóðandans á orðinu múlatti.Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson nálgast þetta mál ekki af sömu yfirvegun og háskólamennirnir. Nema síður sé. Hann vísar til þessara ummæla um múlattann og hellir sér svo yfir Davíð: „Það var alvitað að Davíð Oddsson væri illa innrættur. En hann virðist líka bara vera hálfviti. Það er makalaust að formaður stjórnmálaflokks með 30 prósenta fylgi hafi lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Davíðs. Hvað ætli yrði um Vinstrihreyfinguna grænt framboð ef hún lýsti yfir stuðningi við framboð Hildar Þórðardóttur?“ Öðrum fjölmiðlamönnum sem blöskrar frjálsleg notkun Davíðs á orðinu múlatti er svo Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins: DO spurður hvort hann myndi nota orðið múlatti um Barack Obama : „Ef ég ætti að lýsa slíku fyrirbæri?“Davíð má sitja undir níðrógiEn, Davíð á ekki bara óvini á Facebook og einn einarðasti stuðningsmaður Davíðs þar er Hallur Hallsson rithöfundur. Hann var ánægður með sinn mann eins og hann birtist á skjá Ríkissjónvarpsins og finnst furðulegt hversu miklum rógi hann má sæta, eða níðrógi eins og Hallur kallar það:Hallur Hallsson er einn staðfastasti stuðningsmaður Davíðs og sér í honum vörn gegn óvinveittum öflum.„Davíð Oddsson áréttaði yfirburði sína og mannkosti í Kastljósi ... enginn einn maður í Íslandssögunni hefur sætt öðrum eins rógi og Davíð Oddsson; níðrógi. Hann var sem bjarg á ögurstundu í sögu íslenskrar þjóðar. Arkitektinn að því að sturta niður 7-8 þúsundum milljörðum „óreiðumanna“ með Neyðarlögunum sem einn forsetaframbjóðenda kallaði „fuck-the-foreigner-lögin“. Svo stóð hann vaktina í Icesave - ólíkt sumum öðrum,“ skrifar Hallur fyrir stundu. Hallur sem tíðrætt er um Icesave og ESB, enda skrifaði hann bók um sambandið, The Vultures Lair og lét þess svo getið í virðulegu viðtali um bókina að the Vulture „is lurking everywhere.“ Hallur slær svo botninn í sitt framlag á og er á léttum nótum: „Hann fær mitt atkvæði ... þó ekki væri nema fyrir krullurnar!“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira