Innlent

Ógnaði fólki með öxi í miðbænum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um karlmann sem ógnaði fólki með öxi í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn höfðu vegfarendur náð að snúa hann niður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Maðurinn var ný búinn að kaupa öxina og var hlíf yfir egg hennar. Enginn var slasaður á vettvangi. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til skýrslutöku. Búast má við því að hann verði ákærður fyrir brot á vopnalögum.

Skömmu fyrir fimm var tilkynnt um karlmann sem var að stela úr íþróttatöskum keppenda á móti í Laugardal. Áhorfendur á mótinu héldu manninum þar til lögreglu bar að garði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.