Innlent

Ógnaði fólki með öxi í miðbænum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um karlmann sem ógnaði fólki með öxi í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn höfðu vegfarendur náð að snúa hann niður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Maðurinn var ný búinn að kaupa öxina og var hlíf yfir egg hennar. Enginn var slasaður á vettvangi. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð til skýrslutöku. Búast má við því að hann verði ákærður fyrir brot á vopnalögum.

Skömmu fyrir fimm var tilkynnt um karlmann sem var að stela úr íþróttatöskum keppenda á móti í Laugardal. Áhorfendur á mótinu héldu manninum þar til lögreglu bar að garði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.