Innlent

Neitaði að borga leigubíl og hótaði lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/KTD
Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði neitað að borga fyrir leigubíl. Leigubílsstjórinn kallaði eftir að aðstoð lögreglu og þegar lögregluþjónar spurðu manninn um nafn og kennitölu neitaði hann og hafði í hótunum við þá, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Maðurinn var að lokum handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglan fékk tvær tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt í austurbænum og í Hafnarfirði. Þá var nokkuð um ölvunarakstur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×