Notar gervifætur frá Össuri eftir hákarlaárás: "Það besta sem komið hefur fyrir mig“ Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júní 2016 20:00 Þökk sé nútímatækni þarf það ekki að vera fötlun að missa útlim. Þetta segja tveir bandarískir afreksíþróttamenn sem staddir eru hér á landi til að veita stoðtækjafyrirtækinu Össuri ráðgjöf við þróun gervifóta. Þegar brimbrettakappinn Mike Coots var 18 ára missti hann hægri fót fyrir neðan læri þegar hákarl réðst á hann á Hawaii. Hann segist ekkert hafa vitað um gerviútlimi og önnur stoðtæki þennan örlagaríka dag á ströndinni. „Í dag segi ég oft að þetta sé það besta sem hafi komið fyrir mig. Augljóslega umbylti þetta lífi mínu, en það var breyting til hins betra.“ Mike segir að útlimamissirinn hafi verið honum erfiður fyrst en í kjölfarið kviknaði hjá honum ný ástríða, sem er ljósmyndun, og í dag starfar hann sem atvinnuljósmyndari auk þess sem hann lætur fötlunina ekki stöðva sig heldur stundar enn brimbretti og aðrar íþróttir af kappi.Grét þegar hann gat hlaupið í fyrsta sinn „Margir halda að fötlun þýði að þú getir ekki gert hitt og þetta. Ég kann reyndar ekki að meta þetta orð, því með réttu tækninni er margt sem þú getur gert og ég get gert allt það sem vinir mínir með tvo fætur gera.“ 17 ár eru liðin frá hákarlaárásinni og Mike segir framfarir í tækninni með hverju ári ótrúlegar. „Í sannleika sagt þá breytti fóturinn sem ég er með núna lífi mínu. Núna hleyp ég á hverjum degi. Ég fékk hann hér á Íslandi fyrir einu og hálfu ári og þá hafði ég aldrei hlaupið frá árásinni. Þau létu mig fá hlaupafót, sögðu mér að setja hann á mig og hlaupa af stað. Fjórum mínútum síðar var ég á harðaspretti og tárin runnu niður kinnarnar á mér. Þetta var eitt af bestu augnablikum ævi minnar.“Sarah Reinertsen sló sitt fyrsta heimsmet, í 100 metra hlaupi, þegar hún var aðeins 13 ára gömul. Hún keppir í þríþraut á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu í ár.RightBylting frá því hún fékk fyrsta tréfótinn Sarah Reinertsen hefur um árabil starfað með Össuri við vöruþróun, en hún missti vinstri fót við mjöðm aðeins sjö ára gömul vegna vefjasjúkdóms. „Fyrsti gervifóturinn minn var tréleggur með tveimur hjörum og gúmmífæti, svo ég hef séð sprengingu verða í tækni gerviútlima með tímanum. En þetta er stöðug framþróun og þess vegna er svo spennandi að koma hingað í höfuðstöðvar Össurar og sjá hvaða nýjungar eru væntanlegar næst.“ Sarah tók fyrst þátt í Ólympíuleikum fatlaðra 1992 og varð síðar einnig fyrsta konan með gervilim til að klára járnmanninum á Hawaii. Hún stefnir nú á Ólympíuleika fatlaðra í Ríó 2017 til að keppa í þríþraut og segist þegar fullbúinn til fararinnar með nýjum fótum frá Össuri.Skápurinn fullur af gervifótum „Ég á reyndar heilt safn af gervifótleggjum. Ég er með sérstakan fót sem ég ætla að taka með mér fyrir hlaupið og svo annan fót fyrir hjólreiðarnar, þannig að þetta eru nokkrir keppnisfætur. Það er spennandi að við lifum núna á tímum þar sem ég get haft úrval af gerviútlimum að velja úr. Rétt eins og fólk velur mismunandi skó fyrir ólíkar íþróttir þá getum við núna falið okkur fót eftir tilefni.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Þökk sé nútímatækni þarf það ekki að vera fötlun að missa útlim. Þetta segja tveir bandarískir afreksíþróttamenn sem staddir eru hér á landi til að veita stoðtækjafyrirtækinu Össuri ráðgjöf við þróun gervifóta. Þegar brimbrettakappinn Mike Coots var 18 ára missti hann hægri fót fyrir neðan læri þegar hákarl réðst á hann á Hawaii. Hann segist ekkert hafa vitað um gerviútlimi og önnur stoðtæki þennan örlagaríka dag á ströndinni. „Í dag segi ég oft að þetta sé það besta sem hafi komið fyrir mig. Augljóslega umbylti þetta lífi mínu, en það var breyting til hins betra.“ Mike segir að útlimamissirinn hafi verið honum erfiður fyrst en í kjölfarið kviknaði hjá honum ný ástríða, sem er ljósmyndun, og í dag starfar hann sem atvinnuljósmyndari auk þess sem hann lætur fötlunina ekki stöðva sig heldur stundar enn brimbretti og aðrar íþróttir af kappi.Grét þegar hann gat hlaupið í fyrsta sinn „Margir halda að fötlun þýði að þú getir ekki gert hitt og þetta. Ég kann reyndar ekki að meta þetta orð, því með réttu tækninni er margt sem þú getur gert og ég get gert allt það sem vinir mínir með tvo fætur gera.“ 17 ár eru liðin frá hákarlaárásinni og Mike segir framfarir í tækninni með hverju ári ótrúlegar. „Í sannleika sagt þá breytti fóturinn sem ég er með núna lífi mínu. Núna hleyp ég á hverjum degi. Ég fékk hann hér á Íslandi fyrir einu og hálfu ári og þá hafði ég aldrei hlaupið frá árásinni. Þau létu mig fá hlaupafót, sögðu mér að setja hann á mig og hlaupa af stað. Fjórum mínútum síðar var ég á harðaspretti og tárin runnu niður kinnarnar á mér. Þetta var eitt af bestu augnablikum ævi minnar.“Sarah Reinertsen sló sitt fyrsta heimsmet, í 100 metra hlaupi, þegar hún var aðeins 13 ára gömul. Hún keppir í þríþraut á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu í ár.RightBylting frá því hún fékk fyrsta tréfótinn Sarah Reinertsen hefur um árabil starfað með Össuri við vöruþróun, en hún missti vinstri fót við mjöðm aðeins sjö ára gömul vegna vefjasjúkdóms. „Fyrsti gervifóturinn minn var tréleggur með tveimur hjörum og gúmmífæti, svo ég hef séð sprengingu verða í tækni gerviútlima með tímanum. En þetta er stöðug framþróun og þess vegna er svo spennandi að koma hingað í höfuðstöðvar Össurar og sjá hvaða nýjungar eru væntanlegar næst.“ Sarah tók fyrst þátt í Ólympíuleikum fatlaðra 1992 og varð síðar einnig fyrsta konan með gervilim til að klára járnmanninum á Hawaii. Hún stefnir nú á Ólympíuleika fatlaðra í Ríó 2017 til að keppa í þríþraut og segist þegar fullbúinn til fararinnar með nýjum fótum frá Össuri.Skápurinn fullur af gervifótum „Ég á reyndar heilt safn af gervifótleggjum. Ég er með sérstakan fót sem ég ætla að taka með mér fyrir hlaupið og svo annan fót fyrir hjólreiðarnar, þannig að þetta eru nokkrir keppnisfætur. Það er spennandi að við lifum núna á tímum þar sem ég get haft úrval af gerviútlimum að velja úr. Rétt eins og fólk velur mismunandi skó fyrir ólíkar íþróttir þá getum við núna falið okkur fót eftir tilefni.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira