Innlent

Sjö pör í „drop-in“ brúðkaupi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Færri komust að en vildu í "drop-in" brúðkaupi í Breiðholtskirkju á laugardag.
Færri komust að en vildu í "drop-in" brúðkaupi í Breiðholtskirkju á laugardag. vísir/GVA
Sjö brúðhjón létu pússa sig saman á Stóra brúðkaupsdeginum í Breiðholtskirkju á laugardag. Um var að ræða svokallað „drop-in“ brúðkaup þar sem hjónavígslurnar voru án endurgjalds.

Færri komust að en vildu og voru átta pör enn á biðlista.

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur, segir hugmyndina komna frá Svíþjóð þar sem hann hefur unnið sem prestur. Boðið var upp á prest, organista og svo störfuðu sjálfboðaliðar frá söfnuðinum við athafnirnar.

„Brúðkaupin voru mjög fjölbreytt, allt frá því að vera bara brúðhjónin, tveir svaramenn og tvö börn viðstödd í að það fjölmennasta var á milli 80 til 90 manns. Það var allur skalinn og fólk á öllum aldri, bæði ungt fólk og fólk sem hefur búið saman í hátt í 40 ár,“ segir Þórhallur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×