Segir orðið kynleiðrétting orðskrípi Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2016 13:03 Einar og Ugla. Lögmaðurinn telur kynbreytingu betra orð en kynskiptingu en Uglu veltir því fyrir sér af hverju Einar vill skipta sér af því hvaða orð transfólk vilji nota um sig. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að orðið kynleiðrétting sé orðskrípi. Ugla Stefanía Jónsdóttir, talsmaður transgenderfólks á Íslandi, telur það hins vegar skjóta skökku við að Einar Gautur sé yfirhöfuð að hafa skoðanir á því.Kynbreyting betra en kynleiðrétting Einar Gautur, sem er áhugamaður um íslenska tungu, birti nú í morgun örpistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann gerir orðið kynleiðréttingu að umtalsefni. „Af því menn tala um orðnotkun þá hefur mér lengi verið í nöp við orðið „kynleiðrétting“. Kynbreyting er betra orð. Menn leiðrétta mistök. Það er nógu alvarlegt mál að vera með kynáttunarvanda svo ekki sé verið að ræða um að slíkur einstaklingur þarfnist leiðréttingar við. Sumir vilja sættast við sjálfan sig án þess að fara í flóknar og afdrifaríkar læknisaðgerðir. Þeir mega ekki fá þau skilaboð að þeir séu óleiðrétt mistök,“ segir Einar og bætir við: „Því má bæta við að þetta orðskrípi er notað í lögum.“ Býsna fjörlegar og athyglisverðar umræður skapast um þetta atriði á Facebookvegg Einars Gauts.Fólki ber að virða þau orð sem transfólk vill nota um sig Þegar Vísir bar þessi sjónarmið undir Uglu Stefaníu Jónsdóttur, sem verið hefur í forsvari fyrir transgenderfólk, þá hló hún við og sagði: „Mér finnst bara rosalega áhugavert að manneskja sem ekki er trans vilji skipta sér að því hvernig transfólk talar um sig. Og telur sig geta ákveðið hvað er rétt og hvað ekki rétt.“Einar Gautur telur orðið kynbreyting betra en kynleiðrétting, sem Einar segir orðskrípi.Ugla Stefanía segir að Einar Gautur ætti bara að taka því sem transfólk segir sjálft. „Þetta snýst fyrst og fremst um transfólk og þeirra líf og þau hljóta að vita best hvernig talað er um þeirra líf.“ Hún bendir jafnframt á að kynleiðrétting sé það orð sem notað er í dag, hvort sem það breytist með tímanum megi vel vera. „En, fólk á að gera sitt besta við að virða það sem transfólk vill í því sambandi.“Skrítið að Einar vilji skipta sér af þessu En, ef þær orðskýringar stangast hreinlega á við heilbrigða skynsemi? „Ástæðan fyrir því að þetta er valið var sú að transfólk vill meina að það sé að leiðrétta sín líkamlegu einkenni til að samsama líkamann sinni kynvitund. Þannig að, þetta varð fyrir valinu. Breyting var til pælingar en það var ekki talið nægjanlega lýsandi vegna þess að breyting er eitthvað sem gera má oft. Og þú getur breytt um háralit og þetta og hitt en þú ákveður ekkert að breyta þínum líkama, af því bara.“ Ugla Stefanía segir að svona orð megi alltaf ræða og færa rök fyrir því hvað megi orða betur. Henni sjálfri finnst kynbreyting ekki betra en kynleiðrétting, það orð hafi alveg jafn marga vankanta.Ugla Stefanía telur að fólk eigi að virða það hvaða orð transgender fólk vill nota um sig.„Mér finnst rosalega skrítið að hann skuli vera að setja sig í eitthvað sérfræðihlutverk því hann er ekki trans sjálfur. Væri eins og ég myndi ákveða hvernig tala ætti um einhvern minnihlutahóp án þess að tilheyra honum sjálf. Ég hef ekki reynsluna hvernig það er að tilheyra þessum minnihlutahóp þannig að ég hef í raun ekkert um það að segja.“Félagið ákvað þetta árið 2007 En, nú er Einar Steingrímur lögmaður, hann hlýtur sem slíkur að vera að fást við það dagana langa hvernig túlka skal orð og hugtök? „Ef hann er farinn að kalla þetta orðskríp er hann ekkert sérstaklega málefnalegur í sínum málflutningi. Kynbreyting, ég skil ekki alveg pælinguna af hverju það ætti að vera eitthvað betra?“ Ugla Stefanía útskýrir að þegar Trans Ísland, félag transgender einstaklinga á Íslandi var stofnað, árið 2007, var farið að nota þetta orð. Það var ákveðið af félaginu auk þess sem ákveðið að nota það í staðinn fyrir kynskiptiaðgerðir og transfólk var tekið inn í staðinn fyrir kynskiptinga. Hún segir jafnframt að mikilvægt sé að ræða merkingu orða. „Það er mjög mikilvægt. Orðin fela í sér svo mikla merkingu og skapa hugrenningatengsl. Mikilvægt að orðin séu góð og lýsandi. Þetta orð getur alveg breyst. Ekkert sem segir að hugmyndafræði breytist ekki en þetta er hins vegar það orð sem er notað í dag.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að orðið kynleiðrétting sé orðskrípi. Ugla Stefanía Jónsdóttir, talsmaður transgenderfólks á Íslandi, telur það hins vegar skjóta skökku við að Einar Gautur sé yfirhöfuð að hafa skoðanir á því.Kynbreyting betra en kynleiðrétting Einar Gautur, sem er áhugamaður um íslenska tungu, birti nú í morgun örpistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann gerir orðið kynleiðréttingu að umtalsefni. „Af því menn tala um orðnotkun þá hefur mér lengi verið í nöp við orðið „kynleiðrétting“. Kynbreyting er betra orð. Menn leiðrétta mistök. Það er nógu alvarlegt mál að vera með kynáttunarvanda svo ekki sé verið að ræða um að slíkur einstaklingur þarfnist leiðréttingar við. Sumir vilja sættast við sjálfan sig án þess að fara í flóknar og afdrifaríkar læknisaðgerðir. Þeir mega ekki fá þau skilaboð að þeir séu óleiðrétt mistök,“ segir Einar og bætir við: „Því má bæta við að þetta orðskrípi er notað í lögum.“ Býsna fjörlegar og athyglisverðar umræður skapast um þetta atriði á Facebookvegg Einars Gauts.Fólki ber að virða þau orð sem transfólk vill nota um sig Þegar Vísir bar þessi sjónarmið undir Uglu Stefaníu Jónsdóttur, sem verið hefur í forsvari fyrir transgenderfólk, þá hló hún við og sagði: „Mér finnst bara rosalega áhugavert að manneskja sem ekki er trans vilji skipta sér að því hvernig transfólk talar um sig. Og telur sig geta ákveðið hvað er rétt og hvað ekki rétt.“Einar Gautur telur orðið kynbreyting betra en kynleiðrétting, sem Einar segir orðskrípi.Ugla Stefanía segir að Einar Gautur ætti bara að taka því sem transfólk segir sjálft. „Þetta snýst fyrst og fremst um transfólk og þeirra líf og þau hljóta að vita best hvernig talað er um þeirra líf.“ Hún bendir jafnframt á að kynleiðrétting sé það orð sem notað er í dag, hvort sem það breytist með tímanum megi vel vera. „En, fólk á að gera sitt besta við að virða það sem transfólk vill í því sambandi.“Skrítið að Einar vilji skipta sér af þessu En, ef þær orðskýringar stangast hreinlega á við heilbrigða skynsemi? „Ástæðan fyrir því að þetta er valið var sú að transfólk vill meina að það sé að leiðrétta sín líkamlegu einkenni til að samsama líkamann sinni kynvitund. Þannig að, þetta varð fyrir valinu. Breyting var til pælingar en það var ekki talið nægjanlega lýsandi vegna þess að breyting er eitthvað sem gera má oft. Og þú getur breytt um háralit og þetta og hitt en þú ákveður ekkert að breyta þínum líkama, af því bara.“ Ugla Stefanía segir að svona orð megi alltaf ræða og færa rök fyrir því hvað megi orða betur. Henni sjálfri finnst kynbreyting ekki betra en kynleiðrétting, það orð hafi alveg jafn marga vankanta.Ugla Stefanía telur að fólk eigi að virða það hvaða orð transgender fólk vill nota um sig.„Mér finnst rosalega skrítið að hann skuli vera að setja sig í eitthvað sérfræðihlutverk því hann er ekki trans sjálfur. Væri eins og ég myndi ákveða hvernig tala ætti um einhvern minnihlutahóp án þess að tilheyra honum sjálf. Ég hef ekki reynsluna hvernig það er að tilheyra þessum minnihlutahóp þannig að ég hef í raun ekkert um það að segja.“Félagið ákvað þetta árið 2007 En, nú er Einar Steingrímur lögmaður, hann hlýtur sem slíkur að vera að fást við það dagana langa hvernig túlka skal orð og hugtök? „Ef hann er farinn að kalla þetta orðskríp er hann ekkert sérstaklega málefnalegur í sínum málflutningi. Kynbreyting, ég skil ekki alveg pælinguna af hverju það ætti að vera eitthvað betra?“ Ugla Stefanía útskýrir að þegar Trans Ísland, félag transgender einstaklinga á Íslandi var stofnað, árið 2007, var farið að nota þetta orð. Það var ákveðið af félaginu auk þess sem ákveðið að nota það í staðinn fyrir kynskiptiaðgerðir og transfólk var tekið inn í staðinn fyrir kynskiptinga. Hún segir jafnframt að mikilvægt sé að ræða merkingu orða. „Það er mjög mikilvægt. Orðin fela í sér svo mikla merkingu og skapa hugrenningatengsl. Mikilvægt að orðin séu góð og lýsandi. Þetta orð getur alveg breyst. Ekkert sem segir að hugmyndafræði breytist ekki en þetta er hins vegar það orð sem er notað í dag.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira