Tækifæri til breytinga Helga Þórðardóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar