Tækifæri til breytinga Helga Þórðardóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dögun er umbótasinnaður flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri. Stefna flokksins er einföld en markviss. Við höfum búið til verkefnalista yfir forgangsmál sem við ætlum okkur að ná fram með róttækum kerfisbreytingum. Ef verkefnalistinn er skoðaður þá sést að um er að ræða róttækar breytingar sem bæta hag almennings. Í raun breytingar sem stór hluti þjóðarinnar hefur kallað ítrekað eftir. Við viljum minnka völd fjármálakerfisins yfir lífi okkar og setja skilyrði svo fjármálakerfið fari að þjóna okkur í stað þess að drottna yfir okkur. Við viljum stuðla að því að á Íslandi verði stofnaður samfélagsbanki eins og eru starfræktir í löndunum í kringum okkur. Við ætlum að afnema verðtrygginguna á neytendalánum og að vextir verði hóflegir. Við viljum vinda ofan af lífeyrissjóðakerfinu sem er orðið ríki í ríkinu. Við viljum eitt sameinað lífeyriskerfi þar sem allir hafa sama rétt. Við viljum raunverulegt lýðræði innan lífeyrissjóðakerfisins. Á Íslandi er stór hópur fólks sem á ekki fyrir brýnum nauðsynjum en það er ólíðandi hjá svo ríkri þjóð. Við viljum taka á þessum framfærsluvanda með því að reikna út hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi og tryggja síðan að enginn fái minna en það viðmið segir til um. Þannig verði öllum tryggð viðunandi framfærsla. Það er með öllu ólíðandi að stór hópur öryrkja og eldri borgara lifi undir fátækramörkum og að hér séu rúmlega sex þúsund börn sem lifa við fátækt. Húsnæðisöryggi er mannréttindi og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að auka valkosti á leigumarkaði. Við viljum skapa rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög. Við viljum stokka upp stjórn fiskveiða og þá viljum við að jafnræði ríki meðal landsmanna um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Við viljum að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði. Við viljum að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Við viljum að orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun verði í eigu þjóðarinnar. Við viljum að ríkið sjái um að veita landsmönnum grunnþjónustu eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu og að allir hafi sama rétt óháð efnahag eða búsetu. Við leggjum ríka áherslu á lýðræðisumbætur og viljum nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Við viljum virða þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Dögun er róttækt stjórnmálaafl aðallega vegna þess að við ætlum að vinna fyrir hagsmuni almennings með því að breyta fyrrnefndum atriðum. Við köllum eftir fólki til samstarfs sem vill það sama og er reiðubúið að vinna heilshugar að þessum breytingum. Kjósandi góður, það ert þú einn sem getur veitt okkur vald til að koma þessu til leiðar. Dögun biður því um liðsinni þitt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun