Dorg og skrímslarusl eru meðal hugmynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2016 07:00 Fólk er hvatt til að sleppa ímyndunaraflinu lausu eins og sést á kynningarmynd verkefnisins þar sem sjá má rússibana á Klambratúni. Mynd/reykjavíkurborg Hugmyndasöfnun á Betri Reykjavík vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna lýkur á morgun.Rúmlega fimm hundruð hugmyndir hafa skilað sér inn á vefinn og yfir 18 þúsund Reykvíkingar skoðað þær á vefnum. Eftir að hugmynd hefur verið sett inn er hægt að deila henni á samfélagsmiðlana og vekja athygli á henni. Þannig getur skapast stemning um hugmyndir og aðrir geta sett inn rök með eða á móti hugmynd. Þessi nýbreytni hefur aukið áhuga borgarbúa á verkefninu. Á morgun verður lokað fyrir möguleikann á að senda inn hugmyndir og byrjað að vinna úr þeim sem komnar eru. Sonja Wiium verkefnastjóri segir fagteymi meta hugmyndirnar, hverjar séu innan fjárhagsramma og framkvæmanlegar, og svo velja um fimmtíu fyrir hvert hverfi. Þar á eftir stillir hverfisráðið upp tuttugu hugmyndum sem borgarbúar kjósa um fyrstu vikuna í nóvember. „Hverfisráðið tekur tillit til vinsælda, hversu mörgum hefur líkað við hugmyndina og einnig er reynt að dreifa hugmyndunum um hverfið.“ Framkvæmt verður fyrir 450 milljónir króna og skiptist fjárhæðin milli hverfa. Dreifingin byggir að hluta til á íbúafjölda. „Upphæðin hefur verið 300 milljónir undanfarin ár en hún hækkaði í ár. Það var kominn tími til að mæta verðlagsbreytingum,“ segir Sonja en fjárhæðin sem hvert hverfi fær er frá þrettán milljónum, í Kjalarnesi, til tæplega sjötíu milljóna í Breiðholti.Fjölbreyttar hugmyndirAlgengast er að hugmyndir snúi að bættum leikvöllum, nýjum gönguleiðum eða umferðaröryggi. En einnig er að finna ævintýralegar og frumlegar hugmyndir:Ævintýra- og þrautagarður í Bakkahverfi Bryggja eða tangi fyrir dorgveiðimenn í Laugarnesi Ljóð sem birtast á Ægisíðunni í rigningu Skrímslaruslatunnur í Breiðholti l Sundlaug í FossvoginumHeit fótalaug í Laugardalnum l Rennibraut í ÁrtúnsbrekkuYfirbyggður leikvöllur með gleriBroskallar í umferðarljósHugmyndin þarf að:Nýtast hverfinu í heild.Ekki kosta meira en er í framkvæmdapotti hverfisins.Má ekki krefjast mjög flókins undirbúnings og framkvæmdar.Verður að falla að skipulagi borgarinnar og stefnu, vera í verkahring borgarinnar og á borgarland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hugmyndasöfnun á Betri Reykjavík vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna lýkur á morgun.Rúmlega fimm hundruð hugmyndir hafa skilað sér inn á vefinn og yfir 18 þúsund Reykvíkingar skoðað þær á vefnum. Eftir að hugmynd hefur verið sett inn er hægt að deila henni á samfélagsmiðlana og vekja athygli á henni. Þannig getur skapast stemning um hugmyndir og aðrir geta sett inn rök með eða á móti hugmynd. Þessi nýbreytni hefur aukið áhuga borgarbúa á verkefninu. Á morgun verður lokað fyrir möguleikann á að senda inn hugmyndir og byrjað að vinna úr þeim sem komnar eru. Sonja Wiium verkefnastjóri segir fagteymi meta hugmyndirnar, hverjar séu innan fjárhagsramma og framkvæmanlegar, og svo velja um fimmtíu fyrir hvert hverfi. Þar á eftir stillir hverfisráðið upp tuttugu hugmyndum sem borgarbúar kjósa um fyrstu vikuna í nóvember. „Hverfisráðið tekur tillit til vinsælda, hversu mörgum hefur líkað við hugmyndina og einnig er reynt að dreifa hugmyndunum um hverfið.“ Framkvæmt verður fyrir 450 milljónir króna og skiptist fjárhæðin milli hverfa. Dreifingin byggir að hluta til á íbúafjölda. „Upphæðin hefur verið 300 milljónir undanfarin ár en hún hækkaði í ár. Það var kominn tími til að mæta verðlagsbreytingum,“ segir Sonja en fjárhæðin sem hvert hverfi fær er frá þrettán milljónum, í Kjalarnesi, til tæplega sjötíu milljóna í Breiðholti.Fjölbreyttar hugmyndirAlgengast er að hugmyndir snúi að bættum leikvöllum, nýjum gönguleiðum eða umferðaröryggi. En einnig er að finna ævintýralegar og frumlegar hugmyndir:Ævintýra- og þrautagarður í Bakkahverfi Bryggja eða tangi fyrir dorgveiðimenn í Laugarnesi Ljóð sem birtast á Ægisíðunni í rigningu Skrímslaruslatunnur í Breiðholti l Sundlaug í FossvoginumHeit fótalaug í Laugardalnum l Rennibraut í ÁrtúnsbrekkuYfirbyggður leikvöllur með gleriBroskallar í umferðarljósHugmyndin þarf að:Nýtast hverfinu í heild.Ekki kosta meira en er í framkvæmdapotti hverfisins.Má ekki krefjast mjög flókins undirbúnings og framkvæmdar.Verður að falla að skipulagi borgarinnar og stefnu, vera í verkahring borgarinnar og á borgarland
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira