Innlent

Verða að vinna yfirvinnu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá fundahöldum flugumferðarstjóra um áhrif lagasetningar.
Frá fundahöldum flugumferðarstjóra um áhrif lagasetningar. vísir/eyþór
„Maður leiðir hugann að því hvort það sé virkilega komin upp sú staða að þessi stétt geti ekki haldið uppi þjónustu án þess að þeir vinni yfirvinnu. Ef þeir geri það ekki sé almannahagsmunum stefnt í hættu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um þá staðreynd að Alþingi hafi staðfest með lagasetningu sinni að það varði almannahagsmuni ef flugumferðarstjórar vinna ekki yfirvinnu.

Mynd/aðsend
„Þetta er afskaplega einkennilegt fyrirkomulag enda hafa flugumferðarstjórar ekki yfirvinnuskyldu. Þeir uppfylla algjörlega vinnutímaskyldu sína samkvæmt

ráðningarsamningum en það eina sem þeir ákváðu að gera var að taka ekki aukavaktir en þá ákveður Alþingi að það sé almannavá,“ segir Elín Björg en í grein sinni í Fréttablaðinu í dag kallar hún eftir því að stjórnvöld haldi áfram á vegferð sinni við að tryggja almannahagsmuni og rannsaki hverjir beri ábyrgð á því að svo illa sé komið að flugumferðarstjórar verði að vinna yfirvinnu þrátt fyrir að þeim beri ekki lagaleg skylda til þess.

„Nú er staðan einfaldlega þannig að þeim er skyldað að vinna yfirvinnu og það þarf einhver að svara fyrir það. Maður fer auðvitað líka að velta því fyrir sér hvernig standi á því að það sé ekki tryggð endurnýjun í stéttinni þegar staðan er svona,“ segir Elín Björg.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 14. júní 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×