Innlent

Hjálpa konu úr sjálfheldu í Heimakletti

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarfélag Vestmannaeyja var um sexleytið kallað út vegna konu sem er í sjálfheldu efst í Heimakletti.
Björgunarfélag Vestmannaeyja var um sexleytið kallað út vegna konu sem er í sjálfheldu efst í Heimakletti. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Björgunarfélag Vestmannaeyja var um sexleytið kallað út vegna konu sem er í sjálfheldu efst í Heimakletti. Björgunarmenn eru komnir á vettvang og verið er að hjálpa konunni niður.

Þá voru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Dagrenning á Hvolsvelli kallaðar út um hálffjögur í dag vegna slyss við fjallið Þríhyrning. Um var að ræða hestakonu sem hafði fallið af baki.

Konan var flutt í björgunarsveitarbifreið á Hellu og þaðan með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Uppfært 20.30: Búið er að bjarga konunni úr Heimakletti. Aðgerðin gekk vel en um tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×