Ómar segir enn hægt að bjarga neyðarbrautinni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2016 21:43 Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson telur að hægt sé að bjarga neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar með einföldum hætti. Ómar er meira að segja búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. Eftir nýfallinn hæstaréttardóm blasir við að minnstu flugbrautinni verði lokað, og að stórt svæði í Skerjafirði verði lagt undir íbúðabyggð. Ómar hefur flogið í hálfa öld og er sá núlifandi flugmaður sem sennilega hefur oftast lent á Reykjavíkurflugvelli. Honum líst ekkert á hvert stefnir. „Það er alveg afleitt að vera að eyðileggja svona gott mannvirki, sem á mikla framtíðarmöguleika. Vegna þess að ef það verður ákveðið að þetta mannvirki standi þá mun sogast hér að hátækniiðnaður í sambandi við flug og ferðamennsku. En eins og er þá hamlar þessi óvissa öllu sem hér er að gerast,” segir Ómar. Hann hefur áður bent á að svæðið við Skerjafjörð geti verið lykillinn að málamiðlun með tveggja brauta flugvelli, þótt helst vilji hann hafa allar þrjár brautirnar. „Það er ennþá möguleiki að bjarga neyðarbrautinni,” segir Ómar. Og þannig að Valsmenn hf. geti byggt upp á Hlíðarenda. Í fréttum Stöðvar 2 rissaði Ómar upp hvernig mætti færa norðaustur-suðvesturbrautina til suðurs að ströndinni. Göngu- og hjólastígur gæti komið við brautarendann, rétt eins og nú er í Nauthólsvík við suðurenda norður-suðurbrautarinnar.Ómar rissaði upp á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Slík tilfærsla þýddi að gamlar byggingar, sem áður voru hluti af birgðastöð Skeljungs, yrðu að víkja. Einnig væri mögulegt að mati Ómars að halda sömu brautarstefnu ef eitt einbýlishús í Skerjafirði viki. Og það er ástæða fyrir því hversvegna þetta brennur svona heitt á Ómari: „Þú vissir ekkert í fyrravetur hvenær það kæmi 50 hnúta hliðarvindur hér allt í einu yfir miðjan dag og að þeir yrðu að lenda á þessari braut. Og þeir voru sakaðir um það að vera með leikaraskap til að ljúga því að þeir þyrftu að lenda hérna. Það er hægt að fara inn í gögn Veðurstofunnar og sjá að það voru 50 hnútar á hlið. Þetta er raunveruleg neyðarbraut. En ekki eins og borgarstjórinn sagði í viðtali að hún héti neyðarbraut af því að hún væri svo hættuleg. Þá heita neyðarblys neyðarblys af því að þau eru svo hættuleg. Mér finnst vaða uppi í þessu máli rangfærslur og misskilningur, sérstaklega misskilningur. Samanber það að fara að reikna út hliðarvindsstuðul hér fyrir miklu stærri flugvélar heldur en lenda á þessari braut. Það eru litlar flugvélar, sjúkraflugvélar, sem þurfa að nota brautina í neyð,” segir Ómar.Ómar segir að með því að fjarlægja gömlu byggingarnar fyrir aftan, sem áður hýstu olíustöð Skeljungs, mætti færa neyðarbrautina nær sjónum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tengdar fréttir Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson telur að hægt sé að bjarga neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar með einföldum hætti. Ómar er meira að segja búinn að skissa upp hvernig mætti hnika brautinni örlítið til án þess að Valsmenn þyrftu að hætta við sínar framkvæmdir. Eftir nýfallinn hæstaréttardóm blasir við að minnstu flugbrautinni verði lokað, og að stórt svæði í Skerjafirði verði lagt undir íbúðabyggð. Ómar hefur flogið í hálfa öld og er sá núlifandi flugmaður sem sennilega hefur oftast lent á Reykjavíkurflugvelli. Honum líst ekkert á hvert stefnir. „Það er alveg afleitt að vera að eyðileggja svona gott mannvirki, sem á mikla framtíðarmöguleika. Vegna þess að ef það verður ákveðið að þetta mannvirki standi þá mun sogast hér að hátækniiðnaður í sambandi við flug og ferðamennsku. En eins og er þá hamlar þessi óvissa öllu sem hér er að gerast,” segir Ómar. Hann hefur áður bent á að svæðið við Skerjafjörð geti verið lykillinn að málamiðlun með tveggja brauta flugvelli, þótt helst vilji hann hafa allar þrjár brautirnar. „Það er ennþá möguleiki að bjarga neyðarbrautinni,” segir Ómar. Og þannig að Valsmenn hf. geti byggt upp á Hlíðarenda. Í fréttum Stöðvar 2 rissaði Ómar upp hvernig mætti færa norðaustur-suðvesturbrautina til suðurs að ströndinni. Göngu- og hjólastígur gæti komið við brautarendann, rétt eins og nú er í Nauthólsvík við suðurenda norður-suðurbrautarinnar.Ómar rissaði upp á kortið hvernig mætti hliðra til neyðarbrautinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Slík tilfærsla þýddi að gamlar byggingar, sem áður voru hluti af birgðastöð Skeljungs, yrðu að víkja. Einnig væri mögulegt að mati Ómars að halda sömu brautarstefnu ef eitt einbýlishús í Skerjafirði viki. Og það er ástæða fyrir því hversvegna þetta brennur svona heitt á Ómari: „Þú vissir ekkert í fyrravetur hvenær það kæmi 50 hnúta hliðarvindur hér allt í einu yfir miðjan dag og að þeir yrðu að lenda á þessari braut. Og þeir voru sakaðir um það að vera með leikaraskap til að ljúga því að þeir þyrftu að lenda hérna. Það er hægt að fara inn í gögn Veðurstofunnar og sjá að það voru 50 hnútar á hlið. Þetta er raunveruleg neyðarbraut. En ekki eins og borgarstjórinn sagði í viðtali að hún héti neyðarbraut af því að hún væri svo hættuleg. Þá heita neyðarblys neyðarblys af því að þau eru svo hættuleg. Mér finnst vaða uppi í þessu máli rangfærslur og misskilningur, sérstaklega misskilningur. Samanber það að fara að reikna út hliðarvindsstuðul hér fyrir miklu stærri flugvélar heldur en lenda á þessari braut. Það eru litlar flugvélar, sjúkraflugvélar, sem þurfa að nota brautina í neyð,” segir Ómar.Ómar segir að með því að fjarlægja gömlu byggingarnar fyrir aftan, sem áður hýstu olíustöð Skeljungs, mætti færa neyðarbrautina nær sjónum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Tengdar fréttir Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm knýja ríkið til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. 15. júní 2016 19:30
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Sjúkraflug í hæsta forgangi treysti á neyðarbrautina Sjúklingur með alvarleg höfuðmeiðsl var fluttur með sjúkraflugi í hæsta forgangi frá Akureyri til Reykjavíkur í dag þrátt fyrir að innanlandsflug lægi niðri. 30. desember 2015 19:00
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04