Innlent

Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úrskurðarnefndin féllst á niðurstöðu Tryggingastofnunar um að hafna greiðslum.
Úrskurðarnefndin féllst á niðurstöðu Tryggingastofnunar um að hafna greiðslum. vísir/pjetur
Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti í liðinni viku niðurstöðu Tryggingastofnunar ríkisins um að hafna móður langveikrar stúlku um foreldragreiðslu.

Móðirin sótti um bætur í nóvember í fyrra en dóttir hennar fæddist með alvarleg þrengsli í vélinda. Þau eru þess eðlis að stúlkan nærist að stórum hluta með gastrostómíu. Mikla vinnu þarf að leggja í að reyna að gefa henni að borða til að hún eigi einhverja möguleika á að geta nærst með eðlilegum hætti í framtíðinni.

Sökum veikinda sinna hefur stúlkan farið í fjölmargar aðgerðir til að reyna að víkka vélindað. Hún getur ekki verið í dagvistun og hefur móðir hennar sinnt henni þess í stað. Sökum þessa getur hún eigi unnið og fór því fram á að fá foreldragreiðslur frá Tryggingastofnun.

Tryggingastofnun féllst á að nauðsynlegt væri að stúlkan þyrfti ummönnum og eftirlit móður sinnar en ekki á það að veikindi hennar væru svo mikil að réttur á greiðslu hefði skapast. Úrskurðarnefndin féllst á þann skilning.

Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að til að foreldri eigi rétt á greiðslum samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Nefndin benti á að til að unnt væri að fallast á greiðslu þyrfti að vera unnt að fella erfiðleika barnsins undir 1. eða 2. sjúkdóms- eða fötlunarstig. Það væri ekki hægt í þessu tilfelli því veikindi stúlkunnar féllu undir 3. sjúkdóms- eða fötlunarstig. Kröfu móðurinnar til foreldragreiðslu var hafnað af þeirri ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×