Samfélag á foraðgerðarstigi? Árni Davíðsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Afstaða fólks til bílastæða og hvernig það leggur bílum sínum er á margan hátt sérstök. Fullorðið fólk sem virðist eðlilegt að öllu leyti sér ekkert óeðlilegt við það að leggja bílum sínum þannig að það hindri för gangandi vegfarenda, barna, fólks í hjólastól og blinds fólks um gangstéttir, stíga og gangbrautir. Margir sjá heldur ekkert að því að hindra aðgang að bílastæðum hreyfihamlaðra eða aðgang samborgara sinna að nauðsynlegri þjónustu með því að leggja bílnum í fleiri en eitt bílastæði. Hvað veldur þessu háttalagi? Ein leið að skoða þetta er að leita í smiðju þroskasálfræðinnar til að skýra þessa hegðun. Hvað getur t.d. Piaget kennt okkur um þetta vandamál í okkar annars ágæta samfélagi? Eitt stigið í þroska barna samkvæmt kenningum Piagets heitir foraðgerðarstig og nær um það bil yfir aldurinn 2-7 ára. Það sem einkennir þetta stig öðru fremur er orðrétt: „Annars er sjálflægni eitt megineinkenni hugsunar á foraðgerðarstiginu og kemur fram í því að barnið getur ekki séð hluti frá öðru sjónarhorni en sínu, getur ekki sett sig í spor annarra. Sjálflægni kemur meðal annars fram í leikjum barna á forskólaaldri. Á þessum aldri geta börn ekki fylgt leikreglum en þau halda því samt sem áður fram að þau geri það. Þannig komst Piaget að því að börn mynda sínar eigin leikreglur og fylgir þá hvert sínum reglum.“ Þá er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig, eru þeir sem leggja illa og ólöglega á foraðgerðarstiginu? Nei, auðvitað er ekki rétt að halda því fram að allir sem leggja illa eða ólöglega séu fastir á foraðgerðarstiginu, það væri fáránlegt. Þeir sem leggja með þessum hætti sýna hins vegar hegðun sem einkennir foraðgerðarstigið. Ég held að þetta sé frekar ákveðið menningarlegt fyrirbæri þar sem sú hefð hefur skapast að menn geta gert það sem þeim sýnist vegna þess að „allir“ aðrir gera það.Látið óátalið Það má frekar segja að samfélagið sé á foraðgerðarstigi, ekki einstaklingarnir. Þar kemur líka til að lögreglu- og bæjaryfirvöld víðast hvar, nema í Reykjavík, eru samdauna ástandinu og átta sig ekki á hvað þetta er skemmandi. Samúð þeirra er með yfirgangi bílstjóra frekar en með börnum, fötluðum og öðrum sem fyrir yfirganginum verða. Þess vegna eru kvartanir ekki teknar alvarlega af yfirvöldum og þetta látið óátalið. Nú er stundum öðru haldið fram en menn ættu í þessu sem öðru að dæma menn af verkum sínum en ekki orðum. En hvað skyldi fleira einkenna foraðgerðarstigið?: „Annað sem einkennir foraðgerðarstigið er að barnið fer að nota tákn yfir hluti. Strákar „burra“ með kubb til dæmis. Börn á foraðgerðarstiginu hafa tilhneigingu til að meðhöndla hluti eins og þeir væru lifandi og með svipaða eiginleika og fólk. Þau tala við brúðurnar sínar og finna til með þeim, það má til dæmis alls ekki stíga á bangsa því að þá meiðir hann sig.“ Minnir þetta ekki talsvert á umræðuhefðina um bíla í tilkynningum yfirvalda og fjölmiðla? Bílar gera þar hitt og þetta, lenda í árekstrum, keyra út af, velta o.s.frv. Sjaldnast er bílstjóri bak við stýrið, sem ber ábyrgð á akstrinum. Kannski er það eins með bíl sem hefur verið illa eða ólöglega lagt? Kannski leggja þeir bara sjálfir og bílstjórinn er barasta stikkfrí og saklaust fórnarlamb bílsins? Eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Afstaða fólks til bílastæða og hvernig það leggur bílum sínum er á margan hátt sérstök. Fullorðið fólk sem virðist eðlilegt að öllu leyti sér ekkert óeðlilegt við það að leggja bílum sínum þannig að það hindri för gangandi vegfarenda, barna, fólks í hjólastól og blinds fólks um gangstéttir, stíga og gangbrautir. Margir sjá heldur ekkert að því að hindra aðgang að bílastæðum hreyfihamlaðra eða aðgang samborgara sinna að nauðsynlegri þjónustu með því að leggja bílnum í fleiri en eitt bílastæði. Hvað veldur þessu háttalagi? Ein leið að skoða þetta er að leita í smiðju þroskasálfræðinnar til að skýra þessa hegðun. Hvað getur t.d. Piaget kennt okkur um þetta vandamál í okkar annars ágæta samfélagi? Eitt stigið í þroska barna samkvæmt kenningum Piagets heitir foraðgerðarstig og nær um það bil yfir aldurinn 2-7 ára. Það sem einkennir þetta stig öðru fremur er orðrétt: „Annars er sjálflægni eitt megineinkenni hugsunar á foraðgerðarstiginu og kemur fram í því að barnið getur ekki séð hluti frá öðru sjónarhorni en sínu, getur ekki sett sig í spor annarra. Sjálflægni kemur meðal annars fram í leikjum barna á forskólaaldri. Á þessum aldri geta börn ekki fylgt leikreglum en þau halda því samt sem áður fram að þau geri það. Þannig komst Piaget að því að börn mynda sínar eigin leikreglur og fylgir þá hvert sínum reglum.“ Þá er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig, eru þeir sem leggja illa og ólöglega á foraðgerðarstiginu? Nei, auðvitað er ekki rétt að halda því fram að allir sem leggja illa eða ólöglega séu fastir á foraðgerðarstiginu, það væri fáránlegt. Þeir sem leggja með þessum hætti sýna hins vegar hegðun sem einkennir foraðgerðarstigið. Ég held að þetta sé frekar ákveðið menningarlegt fyrirbæri þar sem sú hefð hefur skapast að menn geta gert það sem þeim sýnist vegna þess að „allir“ aðrir gera það.Látið óátalið Það má frekar segja að samfélagið sé á foraðgerðarstigi, ekki einstaklingarnir. Þar kemur líka til að lögreglu- og bæjaryfirvöld víðast hvar, nema í Reykjavík, eru samdauna ástandinu og átta sig ekki á hvað þetta er skemmandi. Samúð þeirra er með yfirgangi bílstjóra frekar en með börnum, fötluðum og öðrum sem fyrir yfirganginum verða. Þess vegna eru kvartanir ekki teknar alvarlega af yfirvöldum og þetta látið óátalið. Nú er stundum öðru haldið fram en menn ættu í þessu sem öðru að dæma menn af verkum sínum en ekki orðum. En hvað skyldi fleira einkenna foraðgerðarstigið?: „Annað sem einkennir foraðgerðarstigið er að barnið fer að nota tákn yfir hluti. Strákar „burra“ með kubb til dæmis. Börn á foraðgerðarstiginu hafa tilhneigingu til að meðhöndla hluti eins og þeir væru lifandi og með svipaða eiginleika og fólk. Þau tala við brúðurnar sínar og finna til með þeim, það má til dæmis alls ekki stíga á bangsa því að þá meiðir hann sig.“ Minnir þetta ekki talsvert á umræðuhefðina um bíla í tilkynningum yfirvalda og fjölmiðla? Bílar gera þar hitt og þetta, lenda í árekstrum, keyra út af, velta o.s.frv. Sjaldnast er bílstjóri bak við stýrið, sem ber ábyrgð á akstrinum. Kannski er það eins með bíl sem hefur verið illa eða ólöglega lagt? Kannski leggja þeir bara sjálfir og bílstjórinn er barasta stikkfrí og saklaust fórnarlamb bílsins? Eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar