Samfélag á foraðgerðarstigi? Árni Davíðsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Afstaða fólks til bílastæða og hvernig það leggur bílum sínum er á margan hátt sérstök. Fullorðið fólk sem virðist eðlilegt að öllu leyti sér ekkert óeðlilegt við það að leggja bílum sínum þannig að það hindri för gangandi vegfarenda, barna, fólks í hjólastól og blinds fólks um gangstéttir, stíga og gangbrautir. Margir sjá heldur ekkert að því að hindra aðgang að bílastæðum hreyfihamlaðra eða aðgang samborgara sinna að nauðsynlegri þjónustu með því að leggja bílnum í fleiri en eitt bílastæði. Hvað veldur þessu háttalagi? Ein leið að skoða þetta er að leita í smiðju þroskasálfræðinnar til að skýra þessa hegðun. Hvað getur t.d. Piaget kennt okkur um þetta vandamál í okkar annars ágæta samfélagi? Eitt stigið í þroska barna samkvæmt kenningum Piagets heitir foraðgerðarstig og nær um það bil yfir aldurinn 2-7 ára. Það sem einkennir þetta stig öðru fremur er orðrétt: „Annars er sjálflægni eitt megineinkenni hugsunar á foraðgerðarstiginu og kemur fram í því að barnið getur ekki séð hluti frá öðru sjónarhorni en sínu, getur ekki sett sig í spor annarra. Sjálflægni kemur meðal annars fram í leikjum barna á forskólaaldri. Á þessum aldri geta börn ekki fylgt leikreglum en þau halda því samt sem áður fram að þau geri það. Þannig komst Piaget að því að börn mynda sínar eigin leikreglur og fylgir þá hvert sínum reglum.“ Þá er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig, eru þeir sem leggja illa og ólöglega á foraðgerðarstiginu? Nei, auðvitað er ekki rétt að halda því fram að allir sem leggja illa eða ólöglega séu fastir á foraðgerðarstiginu, það væri fáránlegt. Þeir sem leggja með þessum hætti sýna hins vegar hegðun sem einkennir foraðgerðarstigið. Ég held að þetta sé frekar ákveðið menningarlegt fyrirbæri þar sem sú hefð hefur skapast að menn geta gert það sem þeim sýnist vegna þess að „allir“ aðrir gera það.Látið óátalið Það má frekar segja að samfélagið sé á foraðgerðarstigi, ekki einstaklingarnir. Þar kemur líka til að lögreglu- og bæjaryfirvöld víðast hvar, nema í Reykjavík, eru samdauna ástandinu og átta sig ekki á hvað þetta er skemmandi. Samúð þeirra er með yfirgangi bílstjóra frekar en með börnum, fötluðum og öðrum sem fyrir yfirganginum verða. Þess vegna eru kvartanir ekki teknar alvarlega af yfirvöldum og þetta látið óátalið. Nú er stundum öðru haldið fram en menn ættu í þessu sem öðru að dæma menn af verkum sínum en ekki orðum. En hvað skyldi fleira einkenna foraðgerðarstigið?: „Annað sem einkennir foraðgerðarstigið er að barnið fer að nota tákn yfir hluti. Strákar „burra“ með kubb til dæmis. Börn á foraðgerðarstiginu hafa tilhneigingu til að meðhöndla hluti eins og þeir væru lifandi og með svipaða eiginleika og fólk. Þau tala við brúðurnar sínar og finna til með þeim, það má til dæmis alls ekki stíga á bangsa því að þá meiðir hann sig.“ Minnir þetta ekki talsvert á umræðuhefðina um bíla í tilkynningum yfirvalda og fjölmiðla? Bílar gera þar hitt og þetta, lenda í árekstrum, keyra út af, velta o.s.frv. Sjaldnast er bílstjóri bak við stýrið, sem ber ábyrgð á akstrinum. Kannski er það eins með bíl sem hefur verið illa eða ólöglega lagt? Kannski leggja þeir bara sjálfir og bílstjórinn er barasta stikkfrí og saklaust fórnarlamb bílsins? Eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afstaða fólks til bílastæða og hvernig það leggur bílum sínum er á margan hátt sérstök. Fullorðið fólk sem virðist eðlilegt að öllu leyti sér ekkert óeðlilegt við það að leggja bílum sínum þannig að það hindri för gangandi vegfarenda, barna, fólks í hjólastól og blinds fólks um gangstéttir, stíga og gangbrautir. Margir sjá heldur ekkert að því að hindra aðgang að bílastæðum hreyfihamlaðra eða aðgang samborgara sinna að nauðsynlegri þjónustu með því að leggja bílnum í fleiri en eitt bílastæði. Hvað veldur þessu háttalagi? Ein leið að skoða þetta er að leita í smiðju þroskasálfræðinnar til að skýra þessa hegðun. Hvað getur t.d. Piaget kennt okkur um þetta vandamál í okkar annars ágæta samfélagi? Eitt stigið í þroska barna samkvæmt kenningum Piagets heitir foraðgerðarstig og nær um það bil yfir aldurinn 2-7 ára. Það sem einkennir þetta stig öðru fremur er orðrétt: „Annars er sjálflægni eitt megineinkenni hugsunar á foraðgerðarstiginu og kemur fram í því að barnið getur ekki séð hluti frá öðru sjónarhorni en sínu, getur ekki sett sig í spor annarra. Sjálflægni kemur meðal annars fram í leikjum barna á forskólaaldri. Á þessum aldri geta börn ekki fylgt leikreglum en þau halda því samt sem áður fram að þau geri það. Þannig komst Piaget að því að börn mynda sínar eigin leikreglur og fylgir þá hvert sínum reglum.“ Þá er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig, eru þeir sem leggja illa og ólöglega á foraðgerðarstiginu? Nei, auðvitað er ekki rétt að halda því fram að allir sem leggja illa eða ólöglega séu fastir á foraðgerðarstiginu, það væri fáránlegt. Þeir sem leggja með þessum hætti sýna hins vegar hegðun sem einkennir foraðgerðarstigið. Ég held að þetta sé frekar ákveðið menningarlegt fyrirbæri þar sem sú hefð hefur skapast að menn geta gert það sem þeim sýnist vegna þess að „allir“ aðrir gera það.Látið óátalið Það má frekar segja að samfélagið sé á foraðgerðarstigi, ekki einstaklingarnir. Þar kemur líka til að lögreglu- og bæjaryfirvöld víðast hvar, nema í Reykjavík, eru samdauna ástandinu og átta sig ekki á hvað þetta er skemmandi. Samúð þeirra er með yfirgangi bílstjóra frekar en með börnum, fötluðum og öðrum sem fyrir yfirganginum verða. Þess vegna eru kvartanir ekki teknar alvarlega af yfirvöldum og þetta látið óátalið. Nú er stundum öðru haldið fram en menn ættu í þessu sem öðru að dæma menn af verkum sínum en ekki orðum. En hvað skyldi fleira einkenna foraðgerðarstigið?: „Annað sem einkennir foraðgerðarstigið er að barnið fer að nota tákn yfir hluti. Strákar „burra“ með kubb til dæmis. Börn á foraðgerðarstiginu hafa tilhneigingu til að meðhöndla hluti eins og þeir væru lifandi og með svipaða eiginleika og fólk. Þau tala við brúðurnar sínar og finna til með þeim, það má til dæmis alls ekki stíga á bangsa því að þá meiðir hann sig.“ Minnir þetta ekki talsvert á umræðuhefðina um bíla í tilkynningum yfirvalda og fjölmiðla? Bílar gera þar hitt og þetta, lenda í árekstrum, keyra út af, velta o.s.frv. Sjaldnast er bílstjóri bak við stýrið, sem ber ábyrgð á akstrinum. Kannski er það eins með bíl sem hefur verið illa eða ólöglega lagt? Kannski leggja þeir bara sjálfir og bílstjórinn er barasta stikkfrí og saklaust fórnarlamb bílsins? Eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun