Innlent

Guðni langefstur í nýrri könnun Gallup

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,7 prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup. Frá henni er greint á vef Ríkisútvarpsins en þar mælist Davíð Oddsson með 20,3 prósenta fylgi, Andri Snær Magnason með 10,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 7,5 prósenta fylgi.

Sturla Jónsson mælist með þriggja prósenta fylgi og aðrir frambjóðendur, Ástþór Magnússon, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir, mælast undir einu prósenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×