Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Málflutningur var í dag í Hæstarétti í máli hjóna sem eignuðust tvíbura með staðgöngumæðrun gegn greiðslu í Bandaríkjunum en fengu ekki móðerni barnanna viðurkennt hjá Þjóðskrá Íslands. Hjónin unnu málið á neðra dómstigi. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur felur það í sér viðurkenningu íslenska ríkisins á staðgöngumæðrun en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö. Í fréttatímanum fjöllum við einnig um niðurstöður starfshóps um þolendur kynferðisofbeldis en formaður starfshópsins telur það algjört forgangsmál að stytta málsmeðferðartíma í slíkum málum. Við ræðum einnig við nýjan formann Samfylkingarinnar í beinni útsendingu, ræðum við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um afnám gjaldeyrishafta og fjöllum um nýjan Herjólf, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×