Innlent

Fisvél nauðlenti við Úlfarsfell

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan rannsakar málið ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Lögreglan rannsakar málið ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. vísir/pjetur
Fisvél varð í morgun vélarvana og þurfti að nauðlenda við bæinn Úlfarsfell. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að við nauðlendinguna hafi annað hjól vélarinnar flækst í vír rafmagnsgirðingar með þeim afleiðingum að nef vélarinnar stakkst í jörðina og hún hafnaði á hvolfi. Tveir menn voru um borð í vélinni.

Annar kenndi sér ekki meins en hinn fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til nánari skoðunar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×