Ragnheiður Ríkharðsdóttir hverfur úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokks Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júní 2016 18:52 Ragnheiður hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk síðan 2007. Vísir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðiflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta tilkynnir hún á Facebook-síðu sinni í stuttri færslu. Ragnheiður þakkar fyrir stuðning sem henni hefur verið sýndur og hvatningu sem hún hefur fengið. „Ég hef verið svo lánsöm að kynnast góðu og skemmtilegu fólki í þessu starfi og fyrir það er ég óendanlega þakklát,“ skrifar Ragnheiður. Ragnheiður lætur þó ósagt hvort hún láti til sín taka í stjórnmálum á öðrum vettvangi eða fyrir annan flokk. Hún er ein Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum og gæti ef til vill sómað sér vel á framboðslista nýja stjórnmálaaflsins Viðreisnar en það er frjálslyndur og Evrópusinnaður flokkur. Ragnheiður hefur verið alþingismaður fyrir Suðvesturkjördæmi síðan 2007 og sem áður sagði hefur hún verið í Sjálfstæðisflokknum. Hún tók við formennsku þingflokksins árið 2013. Ragnheiður er frá Akranesi en gekk í Menntaskólann á Akureyri. Hún er menntuð í uppeldis- og kennslufræði og íslensku auk þess sem hún fór í framhaldsnám í menntunar- og uppeldisfræðum með áherslu á stjórnun. Hún hefur starfað sem kennari og bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar. Ragnheiður hefur verið áberandi frá því hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Nýlega gagnrýndi hún harðlega búvörusamninga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá stakk hún upp á því á Alþingi að einungis yrðu konur í framboði til Alþingis í næstu kosningum og að þingið yrði sérstakt kvennaþing í tvö ár frá 2017 til 2019 í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Tengdar fréttir Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ósætti við nýgerðan búvörusamning úr röðum Sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðarráðherra, ekki á óvart. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hvort Bændasamtökin líti ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur og finnst samningurinn vera til of langs tíma. 28. febrúar 2016 19:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Stór mál bíða afgreiðslu Þingflokksformaður Framsóknar segir kosningar ekki verða nema málalisti ríkisstjórnarinnar klárist á sumarþingi. Umdeildir búvörusamningar bíða. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðiflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta tilkynnir hún á Facebook-síðu sinni í stuttri færslu. Ragnheiður þakkar fyrir stuðning sem henni hefur verið sýndur og hvatningu sem hún hefur fengið. „Ég hef verið svo lánsöm að kynnast góðu og skemmtilegu fólki í þessu starfi og fyrir það er ég óendanlega þakklát,“ skrifar Ragnheiður. Ragnheiður lætur þó ósagt hvort hún láti til sín taka í stjórnmálum á öðrum vettvangi eða fyrir annan flokk. Hún er ein Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum og gæti ef til vill sómað sér vel á framboðslista nýja stjórnmálaaflsins Viðreisnar en það er frjálslyndur og Evrópusinnaður flokkur. Ragnheiður hefur verið alþingismaður fyrir Suðvesturkjördæmi síðan 2007 og sem áður sagði hefur hún verið í Sjálfstæðisflokknum. Hún tók við formennsku þingflokksins árið 2013. Ragnheiður er frá Akranesi en gekk í Menntaskólann á Akureyri. Hún er menntuð í uppeldis- og kennslufræði og íslensku auk þess sem hún fór í framhaldsnám í menntunar- og uppeldisfræðum með áherslu á stjórnun. Hún hefur starfað sem kennari og bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar. Ragnheiður hefur verið áberandi frá því hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Nýlega gagnrýndi hún harðlega búvörusamninga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá stakk hún upp á því á Alþingi að einungis yrðu konur í framboði til Alþingis í næstu kosningum og að þingið yrði sérstakt kvennaþing í tvö ár frá 2017 til 2019 í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna.
Tengdar fréttir Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ósætti við nýgerðan búvörusamning úr röðum Sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðarráðherra, ekki á óvart. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hvort Bændasamtökin líti ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur og finnst samningurinn vera til of langs tíma. 28. febrúar 2016 19:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Stór mál bíða afgreiðslu Þingflokksformaður Framsóknar segir kosningar ekki verða nema málalisti ríkisstjórnarinnar klárist á sumarþingi. Umdeildir búvörusamningar bíða. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðs: Líta Bændasamtökin ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur? Ósætti við nýgerðan búvörusamning úr röðum Sjálfstæðismanna kemur Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðarráðherra, ekki á óvart. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hvort Bændasamtökin líti ekki á alifugla- og svínaræktendur sem bændur og finnst samningurinn vera til of langs tíma. 28. febrúar 2016 19:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59
Stór mál bíða afgreiðslu Þingflokksformaður Framsóknar segir kosningar ekki verða nema málalisti ríkisstjórnarinnar klárist á sumarþingi. Umdeildir búvörusamningar bíða. 4. júní 2016 07:00