Fötluð börn án sumarstuðnings Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2016 07:00 Sumarbúðirnar í Reykjadal er einu sumarbúðirnar á landinu fyrir fötluð börn enda er þar uppbókað öll sumur. Sesselía segir það skýrt merki um að fleiri úrræði vanti. vísir/HAG Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira