Fötluð börn án sumarstuðnings Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2016 07:00 Sumarbúðirnar í Reykjadal er einu sumarbúðirnar á landinu fyrir fötluð börn enda er þar uppbókað öll sumur. Sesselía segir það skýrt merki um að fleiri úrræði vanti. vísir/HAG Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Móðir átta ára einhverfs drengs með þroskaröskun segir enga sumarfrístund vera í boði fyrir hann sem henti honum. Hún segir vorin vera kvíðafullan tíma þegar fjölskyldan reynir að púsla sumrinu saman. „Yfir skólaárið er haldið vel utan um hann. Svo kemur sumar og hann missir allan stuðning. Þá á hann að passa í kassann, gera eins og hin börnin og hætta að vera fatlaður,“ segir Sesselía Úlfarsdóttir, sem býr á Akureyri.Hún segir eingöngu almenn leikjanámskeið vera í boði fyrir son sinn sem eigi erfitt með að vera í stórum hópi og einangri sig fái hann ekki sérstakan stuðning. „Hann hefur náð miklum framförum í vetur með góðum stuðningi. Svo fer hann til baka í þroska yfir sumartímann. Ef ég vil að hann hafi stuðning frá fagmanneskju á leikjanámskeiði þá þarf ég að borga fyrir hana sjálf.“ Sesselía hefur farið með málið fyrir bæjarráð en þar virtist fólk ekki vita af vandanum. Hún vonast til að næsta sumar verði komin svör. „Ég á ekki að þurfa að kvíða fyrir hverju sumri.“Sesselía Úlfarsdóttir, móðir einhverfs drengsFréttablaðið ræddi við aðra móður í Reykjavík sem þarf að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna einhverfu barni sínu í sumar. Hún vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún mun sækja um atvinnuleysisbætur til að ná endum saman. Hún segir barnið sitt ekki geta verið eitt eða án stuðnings á leikjanámskeiðum. Því þurfi hún að grípa til örþrifaráðs enda ekki sjálfsagt að afar og ömmur geti hlaupið til. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir mörg erindi vera á hennar borði frá foreldrum fatlaðra ungmenna á aldrinum 16-20 ára sem geta ekki verið ein yfir daginn en afar takmörkuð frístund tekur við eftir skólann. Því þurfi foreldrar að taka sér frí eða púsla sumrinu saman með ættingjum. Hún segir þennan vanda koma upp á hverju ári og að borgarkerfið hendi þessu fram og til baka eins og heitri kartöflu.Bryndís Snærbjörnsdóttir, formaður Landsamtakanna Þroskahjálpvísir/hanna„Þetta gerir það að verkum að fólk gefst upp og hættir á vinnumarkaði. Og hverjir eru það? Það eru mæðurnar. Þetta er stórt kvenréttindamál,“ segir Bryndís. Hún segir þetta líka erfitt í skólafríum yfir veturinn. Hún á sjálf tvær uppkomnar fatlaðar dætur og hætti að vinna þegar þær voru yngri. „Þar af leiðandi er ég til dæmis með skert lífeyrisréttindi í dag.“ Bryndís bendir á að þetta sé vandmeðfarin umræða. „Börnin okkar eiga ekki að þurfa að burðast með sektarkennd því að við „fórnuðum“ okkur fyrir þau. Við viljum auðvitað að börnin okkar fái það besta og erum tilbúin að leggja okkur fram, en við þurfum aðstoð. Og börnin okkar þurfa aðstoð.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira