Innlent

Hátæknisetur opnað

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Nýtt hátæknisetur var opnað í Vatnsmýri í gær.
Nýtt hátæknisetur var opnað í Vatnsmýri í gær. Mynd/Alvogen
Nýtt Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech var opnað formlega í gær.

Samkvæmt frétt Alvogen er þar unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem væntanleg eru á markað.

Í vinnslu eru sögð háþróuð stungulyf sem meðal annars eru notuð við meðferð krabbameins- og gigtarsjúkdóma. Eru það sex lyf sem þróuð eru með erlendum samstarfsaðila. Gert er ráð fyrir að lyfin komi á markað árið 2019.

„Við sjáum mikil tækifæri í sölu líftæknilyfja á næstu árum,“ er haft eftir Róberti Wessman, stofnanda Alvotech og forstjóra Alvogen.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×