Innlent

Starfsmenn Akureyrarkaupstaðar flytja sig til Hríseyjar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Friðsælt er í Hrísey.
Friðsælt er í Hrísey. Vísir/Friðrik
Nokkrir starfsmenn Akureyrarkaupstaðar flytja skrifstofur sínar tímabundið til Hríseyjar í næstu viku. Þetta er nýbreytni eins og fram kemur í tilkynningu frá kaupstaðnum.

Skrifstofur starfsmannanna verða í Hlein frá og með mánudegi og fram á fimmtudag. Þó munu starfsmennirnir stoppa mislengi í eyjunni. „Fólkið mun sinna sínum hefðbundnu verkefnum en á öðrum stað í sveitarfélaginu en venjulega.“

Vonir standa til þess að uppátækið muni leggjast vel í íbúa Hríseyjar.

„Meðal þeirra starfsmanna sem dvelja í eyjunni eru Katrín Björg aðstoðarmaður bæjarstjóra, Albertína Friðbjörg verkefnastjóri atvinnumála, María Helena verkefnisstjóri ferðamála og Hanna Rósa frá Minjasafninu. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kemur einnig út í eyju og verður með skrifstofu sína í Hrísey á þriðjudagsmorgun,“ segir í tilkynningu.

Þá kemur fram að stefnt sé að sambærilegri dvöl í Grímsey seinni hluta sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×