Hvaða frambjóðandi er flottastur í tauinu? „Virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2016 10:30 Allir mjög snyrtilegir vísir/halla Fréttablaðið og Vísir fékk til liðs við sig tvo sérfræðinga til að metat fatastíl þeirra sem bjóða sig fram til embættis forseta um þessar mundir. Þeir eru Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, og Haukur Bragason, sérfræðingur í herratísku.Sérfræðingarnir eru Álfrún Pálsdóttir og Haukur Bragason.Álfrún Pálsdóttir þekkir tískuna betur en flestir og fór yfir fatastíl allra frambjóðenda.Andri „Hann hefur borið af í klæðaburði karlkyns frambjóðenda hingað til og verið að vinna með dökkblátt og brúnt í samsetningum. Smekklegur og snyrtilegur með smá trendívafi, eins og sést á þessari mynd þar sem svartar þröngar buxur og teinóttur jakki eru pöruð saman. Hann er annaðhvort með puttana á púlsinum í þessum málum eða góða ráðgjafa sér við hlið.“Ástþór „Hann fer hefðbundnar leiðir í fatavali. Jakkaföt í klassískum lit, hvít skyrta og ljósblátt bindi. I rauninni lítið um þetta að segja, frekar fyrirsjáanlegt en ég mundi hins vegar ráðleggja honum að stytta buxurnar um nokkra sentimetra til að koma í veg fyrir að skálmarnar krumpist við skóna.“Sturla „Þarna er verið að vinna með bjarta liti, ljós jakkaföt og bleikfjólublátt bindi. Það er bjart yfir Sturlu á þessari mynd og nýbónuðu skórnir kóróna heildarútkomuna. Ég hefði kannski ráðlagt honum að hneppa ekki jakkanum.“Davíð „Hér er ekki verið að taka neina áhættu í fatavali þó að bindið skeri sig vissulega úr. Breiðari týpan varð fyrir valinu og munstrið glaðlegt. Tónar vel við ljósbláa litinn á skyrtunni. Beltið fyrir ofan buxnastrenginn er svo kannski nýtt trend, þekki það ekki, en það er eitthvað sem stingur í stúf á annars hefðbundnum jakkafataklæðaburði Davíðs.“Ástþór, Elísabet og Andri.vísir/hallaGuðni „Eins og Andri hefur Guðni pælt í smáatriðum í klæðaburði sínum. Jakkafötin eru hefðbundin en þó með nútímalegu ívafi, vel sniðin og buxurnar í réttri sídd. Skórnir eru í stíl við beltið sem er svo punkturinn yfir i-ið. Ég er ekki frá því að hann sé með sjálfan Obama sem tískufyrirmynd, það er ekki verra.“Halla „Halla er með nýjustu strauma og stefnur á hreinu í fatavali sínu, það er alveg á hreinu þó að hún fari ekki yfir strikið. Sumarleg í björtum litum sem fara henni vel og svo finnst mér að skófatnaðurinn eigi að fá aukaprik í kladdann. Flott að velja flatbotna lakkskó.“Guðrún „Það er svo sem ekki hægt að hafa mörg orð um fataval Guðrúnar annað en að það er hversdagslegt. Aðrir skór og kannski hálsmen myndu strax gera örlítið hátíðlegra yfirbragð.“ Guðni, Sturla Hildur.vísir/hallaHildur „Snyrtilegt og glaðlegt. Skemmtilegt að velja flík í lit eins og rauð peysa við munstrað pilsið. Skórnir og sokkabuxurnar renna svolítið saman í eitt svo mögulega hefðu léttari skór verið skynsamlegri ákvörðun. Hálsmenið kórónar þetta svo.“Elísabet „Það komast fáir með tærnar þar sem Elísabet er með hælana, ekki heldur í fatavali. Veit ekki um neinn annan en hana sem mundi komast upp með að vera í lopapeysu, æfingabuxum og bleikum strigaskóm í forsetaframboði. En hún gerir það. Mér verður svo starsýnt á hringinn sem hún ber á annarri hendinni – fallegur.“Haukur Bragason fór yfir karlmennina sem eru í framboði að þessu sinni. Hann hefur tjáð sig mikið um tísku stjórnmálamanna á samskiptamiðlinum Twitter en þar gengur hann undir nafninu @Sentilmennid.5. sæti: Davíð „Vá, hvar á ég að byrja? Davíð getur mun betur en þetta. Það fyrsta sem maður rekur augun í er þetta bindi sem er það breitt að það minnir helst á trúðabindi. Það er engan veginn það versta, því næst tekur maður eftir því að beltið hvílir ofan á buxnastrengnum. Ég þarf vonandi ekki að segja fólki að það sé ekki hugmyndin. Buxurnar eru síðan það víðar að það virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim líka.“4. sæti: Sturla „Ég er bara ekki frá því að Sturla sé í fötum af Ástþóri. Jakkinn er alltof stór og svo ermasíður að hendurnar rétt gægjast út úr. Skyrtukraginn er of stór og bindishnúturinn stálheiðarlegur vörubílstjórahnútur. Svartir skór hafa ekki verið „leyfðir“ við svona föt síðasta áratuginn eða svo og það væri alveg eftir því að finna hvíta íþróttasokka þarna undir. Sturla er þó að reyna og það er virðingarvert, hann þyrfti bara einhvern til að fara með sér í gegnum grunnatriðin.“Davíð, Guðrún og HallaVísir/halla3. sæti: Ástþór „Ástþór tekur gamla stílinn á þetta. Það er ekkert að því, en þetta er ekki áhugavert að mínu mati. Það er mikill munur á því að vera í jakkafötum af skyldurækni og að vera í jakkafötum sem gera eitthvað fyrir þig. Sniðið er víðara og buxurnar síðari en gengur og gerist í dag, skórnir og bindið heldur gamaldags og þó að Windsor-bindishnúturinn sé auðvitað klassískur væri gaman að sjá eitthvað annað öðru hvoru. Jakkinn er stór og gleypir skyrtukragann og bindið í sig, fyrir utan að vera ansi ermasíður.“2. sæti: Andri „Andri Snær er nær alltaf flottur í tauinu og með heldur frjálslegri stíl en aðrir frambjóðendur. Þetta er þó kannski ekki hans besti dagur. Góð skyrta, flottur bindishnútur og fínir skór. Hins vegar er jakkinn greinilega ekki stakur jakki heldur úr jakkafatasetti og passar ekki nógu vel við þessar svörtu hversdagslegu buxur. Það er sérlega pínlegt að sjá vasaflipann ofan í vasanum öðrum megin og hálfan upp úr hinum megin, en jakkinn passar á hann og það er meira en hægt er að segja um flesta keppinautana.“1. sæti: Guðni „Virkilega falleg jakkaföt sem Guðni er í. Þarna erum við með nútímalegt snið og góðar síddir. Beltið er áberandi flott og passar vel við skóna. Bindissíddin er í það stysta en sleppur til og bindishnútarnir alltaf að verða betri hjá honum. Hann þyrfti þó að girða skyrtuna betur. Guðni er ekki vanur því að ganga í formlegum klæðnaði en það hefur verið gaman að fylgjast með honum læra og temja sér stíl sem er strax orðinn áhugaverðari en hjá flestum þeirra sem hafa gengið í jakkafötum áratugum saman.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir fékk til liðs við sig tvo sérfræðinga til að metat fatastíl þeirra sem bjóða sig fram til embættis forseta um þessar mundir. Þeir eru Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, og Haukur Bragason, sérfræðingur í herratísku.Sérfræðingarnir eru Álfrún Pálsdóttir og Haukur Bragason.Álfrún Pálsdóttir þekkir tískuna betur en flestir og fór yfir fatastíl allra frambjóðenda.Andri „Hann hefur borið af í klæðaburði karlkyns frambjóðenda hingað til og verið að vinna með dökkblátt og brúnt í samsetningum. Smekklegur og snyrtilegur með smá trendívafi, eins og sést á þessari mynd þar sem svartar þröngar buxur og teinóttur jakki eru pöruð saman. Hann er annaðhvort með puttana á púlsinum í þessum málum eða góða ráðgjafa sér við hlið.“Ástþór „Hann fer hefðbundnar leiðir í fatavali. Jakkaföt í klassískum lit, hvít skyrta og ljósblátt bindi. I rauninni lítið um þetta að segja, frekar fyrirsjáanlegt en ég mundi hins vegar ráðleggja honum að stytta buxurnar um nokkra sentimetra til að koma í veg fyrir að skálmarnar krumpist við skóna.“Sturla „Þarna er verið að vinna með bjarta liti, ljós jakkaföt og bleikfjólublátt bindi. Það er bjart yfir Sturlu á þessari mynd og nýbónuðu skórnir kóróna heildarútkomuna. Ég hefði kannski ráðlagt honum að hneppa ekki jakkanum.“Davíð „Hér er ekki verið að taka neina áhættu í fatavali þó að bindið skeri sig vissulega úr. Breiðari týpan varð fyrir valinu og munstrið glaðlegt. Tónar vel við ljósbláa litinn á skyrtunni. Beltið fyrir ofan buxnastrenginn er svo kannski nýtt trend, þekki það ekki, en það er eitthvað sem stingur í stúf á annars hefðbundnum jakkafataklæðaburði Davíðs.“Ástþór, Elísabet og Andri.vísir/hallaGuðni „Eins og Andri hefur Guðni pælt í smáatriðum í klæðaburði sínum. Jakkafötin eru hefðbundin en þó með nútímalegu ívafi, vel sniðin og buxurnar í réttri sídd. Skórnir eru í stíl við beltið sem er svo punkturinn yfir i-ið. Ég er ekki frá því að hann sé með sjálfan Obama sem tískufyrirmynd, það er ekki verra.“Halla „Halla er með nýjustu strauma og stefnur á hreinu í fatavali sínu, það er alveg á hreinu þó að hún fari ekki yfir strikið. Sumarleg í björtum litum sem fara henni vel og svo finnst mér að skófatnaðurinn eigi að fá aukaprik í kladdann. Flott að velja flatbotna lakkskó.“Guðrún „Það er svo sem ekki hægt að hafa mörg orð um fataval Guðrúnar annað en að það er hversdagslegt. Aðrir skór og kannski hálsmen myndu strax gera örlítið hátíðlegra yfirbragð.“ Guðni, Sturla Hildur.vísir/hallaHildur „Snyrtilegt og glaðlegt. Skemmtilegt að velja flík í lit eins og rauð peysa við munstrað pilsið. Skórnir og sokkabuxurnar renna svolítið saman í eitt svo mögulega hefðu léttari skór verið skynsamlegri ákvörðun. Hálsmenið kórónar þetta svo.“Elísabet „Það komast fáir með tærnar þar sem Elísabet er með hælana, ekki heldur í fatavali. Veit ekki um neinn annan en hana sem mundi komast upp með að vera í lopapeysu, æfingabuxum og bleikum strigaskóm í forsetaframboði. En hún gerir það. Mér verður svo starsýnt á hringinn sem hún ber á annarri hendinni – fallegur.“Haukur Bragason fór yfir karlmennina sem eru í framboði að þessu sinni. Hann hefur tjáð sig mikið um tísku stjórnmálamanna á samskiptamiðlinum Twitter en þar gengur hann undir nafninu @Sentilmennid.5. sæti: Davíð „Vá, hvar á ég að byrja? Davíð getur mun betur en þetta. Það fyrsta sem maður rekur augun í er þetta bindi sem er það breitt að það minnir helst á trúðabindi. Það er engan veginn það versta, því næst tekur maður eftir því að beltið hvílir ofan á buxnastrengnum. Ég þarf vonandi ekki að segja fólki að það sé ekki hugmyndin. Buxurnar eru síðan það víðar að það virðist vera nóg pláss fyrir Hannes Hólmstein ofan í þeim líka.“4. sæti: Sturla „Ég er bara ekki frá því að Sturla sé í fötum af Ástþóri. Jakkinn er alltof stór og svo ermasíður að hendurnar rétt gægjast út úr. Skyrtukraginn er of stór og bindishnúturinn stálheiðarlegur vörubílstjórahnútur. Svartir skór hafa ekki verið „leyfðir“ við svona föt síðasta áratuginn eða svo og það væri alveg eftir því að finna hvíta íþróttasokka þarna undir. Sturla er þó að reyna og það er virðingarvert, hann þyrfti bara einhvern til að fara með sér í gegnum grunnatriðin.“Davíð, Guðrún og HallaVísir/halla3. sæti: Ástþór „Ástþór tekur gamla stílinn á þetta. Það er ekkert að því, en þetta er ekki áhugavert að mínu mati. Það er mikill munur á því að vera í jakkafötum af skyldurækni og að vera í jakkafötum sem gera eitthvað fyrir þig. Sniðið er víðara og buxurnar síðari en gengur og gerist í dag, skórnir og bindið heldur gamaldags og þó að Windsor-bindishnúturinn sé auðvitað klassískur væri gaman að sjá eitthvað annað öðru hvoru. Jakkinn er stór og gleypir skyrtukragann og bindið í sig, fyrir utan að vera ansi ermasíður.“2. sæti: Andri „Andri Snær er nær alltaf flottur í tauinu og með heldur frjálslegri stíl en aðrir frambjóðendur. Þetta er þó kannski ekki hans besti dagur. Góð skyrta, flottur bindishnútur og fínir skór. Hins vegar er jakkinn greinilega ekki stakur jakki heldur úr jakkafatasetti og passar ekki nógu vel við þessar svörtu hversdagslegu buxur. Það er sérlega pínlegt að sjá vasaflipann ofan í vasanum öðrum megin og hálfan upp úr hinum megin, en jakkinn passar á hann og það er meira en hægt er að segja um flesta keppinautana.“1. sæti: Guðni „Virkilega falleg jakkaföt sem Guðni er í. Þarna erum við með nútímalegt snið og góðar síddir. Beltið er áberandi flott og passar vel við skóna. Bindissíddin er í það stysta en sleppur til og bindishnútarnir alltaf að verða betri hjá honum. Hann þyrfti þó að girða skyrtuna betur. Guðni er ekki vanur því að ganga í formlegum klæðnaði en það hefur verið gaman að fylgjast með honum læra og temja sér stíl sem er strax orðinn áhugaverðari en hjá flestum þeirra sem hafa gengið í jakkafötum áratugum saman.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira