Innlent

Fokdýr snekkja frá Cayman-eyjum í Reykjavíkurhöfn

Birgir Olgeirsson skrifar
Snekkjan Cloudbreak við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Snekkjan Cloudbreak við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Stefán
Lúxussnekkjan Cloudbreak liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn en um er að ræða fokdýrt fley sem siglir undir  fána Cayman-eyja.

Snekkjan er 72 metrar á lengd en til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkja er 74,5 metrar á hæð.

Cloudbreak býr yfir sjö herbergjum sem rúma allt að tólf gesti en hún rúmar einnig 22 í áhöfn. Hún er búin þyrlupalli, heilsulind, heitum potti, líkamsrækt, köfunarbúnaði, köfunarþotum og sæþotum.

Inni á vefnum Yachtcharterfleet.com kemur fram að það kosti um 750 þúsund evrur, um 104 milljónir íslenskra króna, að leigja snekkjuna í viku yfir sumartíma.

Hægt er að fylgjast með ferðalögum snekkjunnar á vef Marine Traffic hér en um er að ræða jómfrúarferð hennar.  

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×