Stefnir í mesta vöruskiptahalla frá hruni Höskuldur Kári Schram skrifar 6. júní 2016 18:45 Mikill viðsnúningur hefur orðið í vöruskiptum við útlönd á síðustu misserum og að óbreyttu bendir allt til þess að hallinn í ár verði sá mesti frá því fyrir hrun. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir þetta ekki vera áhyggjuefni því tekjur af ferðaþjónustu vinni gegn þessum halla. Vöruskiptajöfnuður mælir verðmæti útflutnings og innflutnings og sé hann neikvæður þýðir það að Íslendingar eru að eyða meira í kaupa erlendar vörur en þeir fá fyrir sinn útflutning. Á árunum fyrir hrun var vöruskiptajöfnuðurinn almennt neikvæður. Þannig var hann neikvæður uppá tæpa 160 milljarða árið 2006 og rúma 92 milljarða árið 2007. Eftir hrun snerist dæmið hins vegar við og í sex ár í röð voru Íslendingar að flytja út meiri verðmæti en sem nam innflutningi. Á síðustu misserum hefur þetta verið að breytast á ný samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður upp á 30 milljarða og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er hann neikvæður upp á 45 milljarða. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ segir þetta ekki vera áhyggjuefni. Sá vöxtur sem hafi einkennt ferðaþjónustuna undanfarin ár vinni gegn þessum halla. „Það er alveg rétt að það kom stutt tímabil þar sem vöruviðskiptin voru í miklum plús þegar innflutningur hrundi. Sérstaklega árið 2009 og 2010. En nú er innflutningurinn að glæðast talsvert og hraðar en útflutningurinn þannig að það er kominn smá mínus þarna. Það er í sjálfu sér ekki til þess að hafa áhyggjur af vegna þess að á móti kemur að þjónustuútflutningur hefur vaxið mjög mikið og munar þar mest um ferðamennskuna. Þannig að í heild eru viðskiptin við útlönd í plús og í sjálfu sér ekki útlit fyrir annað en að þau verði það á næstu árum,“ segir Gylfi Magnússon Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Hugvit og tækni og Íslandsstofa Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira
Mikill viðsnúningur hefur orðið í vöruskiptum við útlönd á síðustu misserum og að óbreyttu bendir allt til þess að hallinn í ár verði sá mesti frá því fyrir hrun. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir þetta ekki vera áhyggjuefni því tekjur af ferðaþjónustu vinni gegn þessum halla. Vöruskiptajöfnuður mælir verðmæti útflutnings og innflutnings og sé hann neikvæður þýðir það að Íslendingar eru að eyða meira í kaupa erlendar vörur en þeir fá fyrir sinn útflutning. Á árunum fyrir hrun var vöruskiptajöfnuðurinn almennt neikvæður. Þannig var hann neikvæður uppá tæpa 160 milljarða árið 2006 og rúma 92 milljarða árið 2007. Eftir hrun snerist dæmið hins vegar við og í sex ár í röð voru Íslendingar að flytja út meiri verðmæti en sem nam innflutningi. Á síðustu misserum hefur þetta verið að breytast á ný samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður upp á 30 milljarða og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er hann neikvæður upp á 45 milljarða. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ segir þetta ekki vera áhyggjuefni. Sá vöxtur sem hafi einkennt ferðaþjónustuna undanfarin ár vinni gegn þessum halla. „Það er alveg rétt að það kom stutt tímabil þar sem vöruviðskiptin voru í miklum plús þegar innflutningur hrundi. Sérstaklega árið 2009 og 2010. En nú er innflutningurinn að glæðast talsvert og hraðar en útflutningurinn þannig að það er kominn smá mínus þarna. Það er í sjálfu sér ekki til þess að hafa áhyggjur af vegna þess að á móti kemur að þjónustuútflutningur hefur vaxið mjög mikið og munar þar mest um ferðamennskuna. Þannig að í heild eru viðskiptin við útlönd í plús og í sjálfu sér ekki útlit fyrir annað en að þau verði það á næstu árum,“ segir Gylfi Magnússon
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Hugvit og tækni og Íslandsstofa Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira