Kampavínsklúbbur opnaður í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2016 06:00 Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og herma heimildir Fréttablaðsins að inni séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira