Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2016 23:09 Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu verksmiðjunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram. Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag frávísunarkröfu Silicor Materials, Skipulagsstofnunar og íslenska ríkisins í máli sem landeigenda í Hvalfirði gegn aðilunum. Deila aðila snýst um það hvort fyrirhuguð framkvæmd fyrirtækisins við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat.Sjá einnig:Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Silicor Materials stefnir að því að reisa um 100.000 fermetra verksmiðju á Grundartanga sem áætlað er að geti framleitt um 16.000 tonn af sólarkísil á ári hverju. Sólarkísilinn yrði síðar notaður til að smíða sólarrafhlöður. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni,“ sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars á þessu ári. Það hefur verið mat fyrirtækisins og Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að skaða sitt nánasta umhverfi en landeigendur í kring hafa ekki fallist á það.Sjá einnig:Vilja hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust „Krafan um frávísun í þessu máli var tilraun þessa fyrirtækis til að forðast það að svara fyrir þessa framkvæmd fyrir dómi. Sú tilraun mistókst. Hér er verið að byggja stærstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem mun framleiða áður óþekkt magn af hrámálm með byltingarkenndum nýjum aðferðum. Hér eru einstaklingar, bændur, og ferðaþjónustuaðilar, venjulegt fólk og fjölskyldur að leita réttar síns gagnvart tilrauna stóriðju í bakgarði sínum,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir héraðsdómslögmaður við Vísi. Hún flutti málið fyrir hönd landeigenda. Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu í tveimur tilfellum. Annars vegar í tilfelli Kjósarhrepps þar sem ekki lágu fyrir gögn sem sýndu fram á eignarhald hreppsins á fasteignum sem gætu orðið fyrir áhrifum vegna verksmiðjunnar. Hitt tilvikið varðaði náttúruverndarfélagið Umhverfisvaktina við Hvalfjörð sem ekki var talið eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að auki kom félagið ekki að málinu við ákvörðun Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað var að framkvæmdir við verksmiðjuna myndu hefjast á þessu ári og að hún yrði tilbúin árið 2018. Ljóst er að það mun dragast á langinn á meðan endanleg niðurstaða fæst um hvort nauðsynlegt sé að umhverfismat fari fram.
Tengdar fréttir Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42 Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun. 27. október 2015 11:42
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Forstjóri Silicor Materials segir gagnrýni umhverfissinna stafa af vanþekkingu um framleiðsluna. 28. október 2015 10:16
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Enginn stefna borist Silicor Materials Fyrirtækið segir að það sé rangt að forstjóra Silicor hafi borist stefna líkt og haldið var fram í gær. 27. október 2015 11:08