Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:16 Skrifað var undir samninginn um lóðarleigu fyrr á þessu ári. Vísir/Stefán Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira