Sólarkísilverksmiðjan gæti stækkað í framtíðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 28. október 2015 10:16 Skrifað var undir samninginn um lóðarleigu fyrr á þessu ári. Vísir/Stefán Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína. Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga lauk um miðjan september. Til stendur að hefja framkvæmdir næsta sumar og að sögn Terry Jester, forstjóra Silicor Materials, bendir allt til þess að verksmiðjan muni fylgja áætlun og verða opnuð sumarið 2018. „Í bjartsýni minni tel ég að miðað við ódýrt framleiðsluverð, og það að við séum lítill leikmaður á þessu sviði, myndum við síðar meir vilja stækka við verksmiðjuna,“ segir Jester í viðtali við Vísi. Áætlanir um sólarkísilverksmiðju Silicor Materials hófust fyrir fjórum árum. Þá stóð til að byggja hana í Bandaríkjunum. Vegna þess að selja átti kísilinn til Kína og erfiður verslunarágreiningur stóð milli ríkjanna tveggja var ákveðið að leita annað og Ísland varð fyrir valinu. Jester segir að Ísland sé í raun fullkomna landið fyrir framleiðsluna. „Ég held að á Íslandi ríki gott jafnvægi milli þess sem mögulegt er og nauðsynlegt er fyrir þróun landsins. Það er mikil fágun og framsækni sem einkennir jafnvægið milli þróunar og varðveislu hér á landi,“ segir Jester. Aðspurð um gagnrýni sem áætlanir fyrirtækisins hafa hlotið frá umhverfissinnum segist Jester telja að hún stafi af vanþekkingu. „Ég held að þetta sé bara þekkingarleysi, fólk á rétt á sínum skoðunum og það er hluti af okkar ábyrgð að fræða fólk um það hversu hrein og mengunarlaus okkar aðferð er. Við erum ekki eins og aðrar iðnaðarframleiðslur sem fela í sér mikla koltvísýringslosun eða mikla sóun. Við munum svo vinna í nánu samráði við bæjarráð Akraness,“ segir Jester. Um 450 ný störf munu skapast við komu sólarkísilverksmiðjunnar. Hún segist meðvituð um að atvinnuleysi hér á landi sé lítið. „Við ætlum að ráða fyrirtæki á Íslandi sem hefur hjálpað öðrum framleiðslufyrirtækjum að manna störf og þjálfa nýja starfsmenn. Við munum hefja ráðningar næsta haust fyrir fyrstu störfin og svo byrja af alvöru að ráða í lok árs 2017,“ segir Jester. Aðspurð segist Jester mjög jákvæð um framtíð fyrirtækisins á Íslandi. Hér sé gott fyrirtækjaumhverfi og landið uppfylli öll skilyrðin fyrir framleiðslu kísils, sér í lagi fríverslunarsamning við Kína.
Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent