Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 19. mars 2016 20:45 Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins vegna óvissu um hvort Landsvirkjun geti útvegað nægilega raforku. Markmiðið er samt enn að framkvæmdir hefjist á Grundartanga í haust. Verksmiðja Silicor hefur verið í undirbúningi á Grundartanga í þrjú ár og þar er búið að marka henni stóra lóð. Í umræðum á Alþingi fyrir tveimur vikum lýsti Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, áhyggjum yfir því að ráðamenn Silicor væru að skoða aðrar staðsetningar, bæði í Noregi og Danmörku, þar sem erfiðlega gengi að fá nægilega raforku hérlendis. Forstjórinn Terry Jester og Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi, staðfesta þetta og þau voru raunar að koma frá Noregi frá viðræðum við þarlenda aðila.Terry Jester, forstjóri og stjórnarformaður Silicor Materials.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það er mikill áhugi. Þetta er mjög gott verkefni, upp á einn milljarð dala, það skaffar 450 störf,” segir Terry Jester í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hún er jafnframt stjórnarformaður Silicor Materials. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni, svo það er áhugi í öðrum löndum. Helst vil ég auðvitað að við gerum þetta hérna, eins og við ætluðum, og ég hef enga ástæðu til að ætla að við gerum það ekki hérna. Við erum að ganga frá öllum samningum. Ef orkan verður ekki tiltæk þá er það annað vandamál sem þarf að leysa, en það er áhugi í öðrum löndum og ég er ánægð með það. Það verður vonandi önnur eða þriðja verksmiðjan okkar sem við byggjum þar,” segir Terry Jester.Terry Jester og Davíð Stefánsson ræða við fréttamann.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verksmiðjunni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður og yrði stærsta fjárfesting hérlendis frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. Terry Jester segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust. Allir helstu samningar séu á lokastigi, þar á meðal við fjárfesta. Hins vegar er aðeins búið að tryggja helming þeirra 80 megavatta sem fyrirtækið þarf, frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Terry er hins vegar upplýst um þá stöðu Landsvirkjunar að geta ekki veitt svör um þau 40 megavött sem upp á vantar. Hún kveðst þó vongóð um að lausn finnist í tæka tíð. „Við getum ekki reist verksmiðjuna án raforkunnar, svo það verður að gerast. Við verðum að tryggja raforkuna í sumar. Annars verðum við að hafa varaáætlun.” Fram kom í fréttum Vísis síðastliðið sumar að hópur undir forystu Skúla Mogensen, eiganda Wow-flugfélagsins, hygðist stefna Silicor og íslenska ríkinu til að hnekkja þeirri ákvörðun að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. „Við höfum svarað þessari kvörtun. Nú er þetta í höndum dómarans,” segir forstjóri Silicor.Séð yfir lóð Silicor á Grundartanga.Mynd/Silicor Materials. Tengdar fréttir Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41 Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins vegna óvissu um hvort Landsvirkjun geti útvegað nægilega raforku. Markmiðið er samt enn að framkvæmdir hefjist á Grundartanga í haust. Verksmiðja Silicor hefur verið í undirbúningi á Grundartanga í þrjú ár og þar er búið að marka henni stóra lóð. Í umræðum á Alþingi fyrir tveimur vikum lýsti Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, áhyggjum yfir því að ráðamenn Silicor væru að skoða aðrar staðsetningar, bæði í Noregi og Danmörku, þar sem erfiðlega gengi að fá nægilega raforku hérlendis. Forstjórinn Terry Jester og Davíð Stefánsson, fulltrúi Silicor á Íslandi, staðfesta þetta og þau voru raunar að koma frá Noregi frá viðræðum við þarlenda aðila.Terry Jester, forstjóri og stjórnarformaður Silicor Materials.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það er mikill áhugi. Þetta er mjög gott verkefni, upp á einn milljarð dala, það skaffar 450 störf,” segir Terry Jester í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hún er jafnframt stjórnarformaður Silicor Materials. „Það er algerlega kolefnishlutlaust, þessu verkefni fylgir enginn úrgangur. Þetta er gott verkefni, svo það er áhugi í öðrum löndum. Helst vil ég auðvitað að við gerum þetta hérna, eins og við ætluðum, og ég hef enga ástæðu til að ætla að við gerum það ekki hérna. Við erum að ganga frá öllum samningum. Ef orkan verður ekki tiltæk þá er það annað vandamál sem þarf að leysa, en það er áhugi í öðrum löndum og ég er ánægð með það. Það verður vonandi önnur eða þriðja verksmiðjan okkar sem við byggjum þar,” segir Terry Jester.Terry Jester og Davíð Stefánsson ræða við fréttamann.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verksmiðjunni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður og yrði stærsta fjárfesting hérlendis frá því stóriðjuframkvæmdunum lauk á Austurlandi. Terry Jester segir stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust. Allir helstu samningar séu á lokastigi, þar á meðal við fjárfesta. Hins vegar er aðeins búið að tryggja helming þeirra 80 megavatta sem fyrirtækið þarf, frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Terry er hins vegar upplýst um þá stöðu Landsvirkjunar að geta ekki veitt svör um þau 40 megavött sem upp á vantar. Hún kveðst þó vongóð um að lausn finnist í tæka tíð. „Við getum ekki reist verksmiðjuna án raforkunnar, svo það verður að gerast. Við verðum að tryggja raforkuna í sumar. Annars verðum við að hafa varaáætlun.” Fram kom í fréttum Vísis síðastliðið sumar að hópur undir forystu Skúla Mogensen, eiganda Wow-flugfélagsins, hygðist stefna Silicor og íslenska ríkinu til að hnekkja þeirri ákvörðun að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. „Við höfum svarað þessari kvörtun. Nú er þetta í höndum dómarans,” segir forstjóri Silicor.Séð yfir lóð Silicor á Grundartanga.Mynd/Silicor Materials.
Tengdar fréttir Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41 Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Sáralítil mengun í verksmiðju Silicor að mati efnaverkfræðings Efnaverkfræðingur og ráðgjafi hjá Silicor, sem áformar að reisa eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi á Grundartanga, vísar á bug að mikil mengun muni skapast vegna starfsemi verksmiðjunnar. 27. júlí 2014 19:41
Búið að birta forstjóra Silicor stefnuna Þess er krafist að bygging fyrirhugaðs kísilvers á Grundartanga sæti umhverfismati. 26. október 2015 21:58
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Danskur verktaki byggir kísilver á Grundartanga Silicor Materials tilkynnti í dag að það hefði samið við MT Højgaard í Danmörku um hönnun og byggingu 121 þúsund fermetra byggingar fyrir sólarkísilverksmiðju félagsins á Grundartanga. 19. júní 2015 16:47
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36
Nýir orkusamningar í bið hjá Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið komið á endastöð með nýja orkusamninga. 14. apríl 2015 22:15