Viðskipti innlent

Enginn stefna borist Silicor Materials

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Engin stefna hefur verið birt forstjóra Silicor Materials eða öðru forsvarsfólki fyrirtækisins að mati Silicor Materials. Í gær var sagt frá því að hópur fólks hefði birt forstjóra fyrirtækisins stefnu þar sem þess væri krafist að fyrirhugað kísilver á Grundartanga sæti umhverfismati.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu en jafnframt segir þar að lögmaður Silicor Materials hafi haft samband við við lögmann væntanlegra stefnenda og boðist til að taka við stefnunni. Við þeirri beiðni hafi lögmaður stefnenda ekki enn orðið. Ef til standi að stefna fyrirtækinu vonist Silicor Materials til þess að stefnendur láti verða að því sem fyrst svo ljúka megi málinu fyrir dómstólum.

Vísir greindi frá stefnunni í ágúst síðastliðnum en í frétt RÚV um málið segir að nú hafi tekist að birta Theresa Jester, forstjóra og framkvæmdastjóra Silicor Materials, stefnuna á heimili hennar í Bandaríkjunum.

Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.


Tengdar fréttir

Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir.

Sterkir bakhjarlar Silicor Materials

Nú er í undirbúningi uppbygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga, sem er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því ráðist var í byggingu álversins á Reyðarfirði. Þetta verkefni er hins vegar gjörólíkt;






Fleiri fréttir

Sjá meira


×