Viðskipti innlent

Búið að stefna og býst við þingfestingu í desember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silicor Materials hyggst hefja starfsemi á Grundartanga.
Silicor Materials hyggst hefja starfsemi á Grundartanga. vísir/gva
„Það er búið að birta fyrir Silicor Materials ehf., Silicor Materials Holding ehf. og Skipulagsstofnun,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður stefnenda, sem krefjast þess að umhverfismat fari fram á áhrifum sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

„Þar sem að enginn vildi taka við stefnunni fyrir hönd þessa erlenda félags þá fór hún í birtingu erlendis. Sú birting er í höndum sýslumannsins á Suðurnesjum og ætti að vera lokið eða við það að ljúka. Það sem máli skiptir er málið er formlega höfðað og verður þingfest í desember,“ segir Páll.

„Í því máli mun reyna á lögmæti þess að þetta félag reisi hér verksmiðju sem framleiðir áður óþekkt magn af kísil, í stærstu verksmiðju sinnar tegundar, með byltingarkenndri nýrri aðferð án þess að íbúar á svæðinu fái þá hugarró að umhverfismat fari fram,“ bætir Páll við.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×