Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 15:35 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Vísir/Silicor Materials Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. Erlendir hluthafar leggja til meirihluta fjár, en íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa skráð sig fyrir tæplega 6 milljarða framlagi, segir í tilkynningu. Um er að ræða fyrri hluta fjármögnunar en áætlað er að seinni hluta ljúki um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð með umhverfisvænni framleiðslutækni. Sólarkísill Silicor mun nýtast til að virkja 38 sinnum þá orku sem fer til framleiðslunnar og þannig stuðla að sjálfbærri orkunýtingu í heiminum. Áætlað útflutningsverðmæti er 50-60 milljarðar á ári. Silicor Materials hefur gengið frá samningum við Sunnuvelli slhf., félags í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fagfjárfesta, þess efnis að félagið komi að uppbyggingu fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga með tæplega 6 milljarða króna eiginfjárframlagi. Einnig kemur hópur erlendra fjárfesta, þ.á.m. Hudson Clean Energy Partners og SMS Siemag, með tæplega átta milljarða króna eiginfjárframlag. Stuðningur innlendra fjárfesta er fyrirtækinu mikilvægur þar sem hann er forsenda fyrir þátttöku erlendra aðila í verkefninu. Centra fyrirtækjaráðgjöf hafði umsjón með fjármögnun verkefnisins fyrir hönd Silicor. Summa rekstrarfélag hf. er ráðgjafi Sunnuvalla slhf. Heildarkostnaður við að reisa verksmiðjuna er áætlaður um 120 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að lánsfjármögnun undir forystu Þróunarbanka Þýskalands KfW standi að baki um 60% af heildarkostnaði, en fyrirtækið gerir jafnframt ráð fyrir að ráðast í seinni umferð hlutafjársöfnunar samhliða frágangi lánasamninga. Áætlað er að seinni fjármögnuninni ljúki um mitt ár 2016. Undirbúningur verksmiðjunnar langt kominnUndirbúningur að byggingu verksmiðjunnar á Grundartanga hefur staðið yfir í tvö ár og hafa að undanförnu verið stigin mikilvæg skref í þeirri vinnu. Nýverið undirritaði Silicor samning við danska verktakafyrirtækið MT Højgaard um byggingu verksmiðjunnar. Þá var gengið frá samningum við þýska iðnfyrirtækið SMS Siemag í mars síðastliðnum um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna.Skapar 450 störfÁætluð fjárfesting Silicor á Íslandi vegna sólarkísilverksmiðjunnar er um 900 milljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna, og verður því ein stærsta fjárfesting sem ráðist hefur verið í hér á landi. Starfsemi verksmiðjunnar flokkast undir hátækniiðnað og munu þar starfa um 450 manns í fjölbreyttum störfum, þar af um þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamenntunar. Með tilkomu verksmiðjunnar verður mögulegt að áframvinna hérlendis kísilmálm sem framleiddur verður innanlands og auka þannig verulega virði þeirrar framleiðslu. Styrkur Silicor verkefnisins liggur í nýrri framleiðslutækni sem hlífir umhverfinu og er ekki í andstöðu við náttúru og lífríki. Verksmiðjan mun árlega framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísli, sem notaður er í sólarrafhlöð, sem nýtt eru til að virkja raforku úr útgeislun sólarinnar. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 85 MW, en með árlegri framleiðslu verksmiðjunnar er mögulegt að virkja allt 38 sinnum meiri raforku úr geislum sólarinnar. Áætlað er að árlegt útflutningsverðmæti afurða verksmiðjunnar verði á bilinu 50 til 60 milljarðar íslenskra króna. erksmiðjan byggir á nýrri framleiðsluaðferð sem Silicor hefur þróað og hefur einkaleyfi á og notast hefur verið við í verksmiðju félagsins í Toronto. Kostnaður Silicor við þróun þessarar framleiðsluaðferðar er um 250 milljónir Bandaríkjadalir. Þessi framleiðsluaðferð er mun umhverfisvænni og áhættuminni en sú aðferð sem almennt hefur verið notuð til framleiðslu sólarkísils. Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. Erlendir hluthafar leggja til meirihluta fjár, en íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hafa skráð sig fyrir tæplega 6 milljarða framlagi, segir í tilkynningu. Um er að ræða fyrri hluta fjármögnunar en áætlað er að seinni hluta ljúki um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð með umhverfisvænni framleiðslutækni. Sólarkísill Silicor mun nýtast til að virkja 38 sinnum þá orku sem fer til framleiðslunnar og þannig stuðla að sjálfbærri orkunýtingu í heiminum. Áætlað útflutningsverðmæti er 50-60 milljarðar á ári. Silicor Materials hefur gengið frá samningum við Sunnuvelli slhf., félags í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fagfjárfesta, þess efnis að félagið komi að uppbyggingu fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga með tæplega 6 milljarða króna eiginfjárframlagi. Einnig kemur hópur erlendra fjárfesta, þ.á.m. Hudson Clean Energy Partners og SMS Siemag, með tæplega átta milljarða króna eiginfjárframlag. Stuðningur innlendra fjárfesta er fyrirtækinu mikilvægur þar sem hann er forsenda fyrir þátttöku erlendra aðila í verkefninu. Centra fyrirtækjaráðgjöf hafði umsjón með fjármögnun verkefnisins fyrir hönd Silicor. Summa rekstrarfélag hf. er ráðgjafi Sunnuvalla slhf. Heildarkostnaður við að reisa verksmiðjuna er áætlaður um 120 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að lánsfjármögnun undir forystu Þróunarbanka Þýskalands KfW standi að baki um 60% af heildarkostnaði, en fyrirtækið gerir jafnframt ráð fyrir að ráðast í seinni umferð hlutafjársöfnunar samhliða frágangi lánasamninga. Áætlað er að seinni fjármögnuninni ljúki um mitt ár 2016. Undirbúningur verksmiðjunnar langt kominnUndirbúningur að byggingu verksmiðjunnar á Grundartanga hefur staðið yfir í tvö ár og hafa að undanförnu verið stigin mikilvæg skref í þeirri vinnu. Nýverið undirritaði Silicor samning við danska verktakafyrirtækið MT Højgaard um byggingu verksmiðjunnar. Þá var gengið frá samningum við þýska iðnfyrirtækið SMS Siemag í mars síðastliðnum um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna.Skapar 450 störfÁætluð fjárfesting Silicor á Íslandi vegna sólarkísilverksmiðjunnar er um 900 milljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna, og verður því ein stærsta fjárfesting sem ráðist hefur verið í hér á landi. Starfsemi verksmiðjunnar flokkast undir hátækniiðnað og munu þar starfa um 450 manns í fjölbreyttum störfum, þar af um þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamenntunar. Með tilkomu verksmiðjunnar verður mögulegt að áframvinna hérlendis kísilmálm sem framleiddur verður innanlands og auka þannig verulega virði þeirrar framleiðslu. Styrkur Silicor verkefnisins liggur í nýrri framleiðslutækni sem hlífir umhverfinu og er ekki í andstöðu við náttúru og lífríki. Verksmiðjan mun árlega framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísli, sem notaður er í sólarrafhlöð, sem nýtt eru til að virkja raforku úr útgeislun sólarinnar. Orkuþörf verksmiðjunnar er um 85 MW, en með árlegri framleiðslu verksmiðjunnar er mögulegt að virkja allt 38 sinnum meiri raforku úr geislum sólarinnar. Áætlað er að árlegt útflutningsverðmæti afurða verksmiðjunnar verði á bilinu 50 til 60 milljarðar íslenskra króna. erksmiðjan byggir á nýrri framleiðsluaðferð sem Silicor hefur þróað og hefur einkaleyfi á og notast hefur verið við í verksmiðju félagsins í Toronto. Kostnaður Silicor við þróun þessarar framleiðsluaðferðar er um 250 milljónir Bandaríkjadalir. Þessi framleiðsluaðferð er mun umhverfisvænni og áhættuminni en sú aðferð sem almennt hefur verið notuð til framleiðslu sólarkísils.
Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira