Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:30 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“ Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“
Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30
Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42