Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:30 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“ Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“
Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30
Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42