Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2016 20:30 Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester. Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester.
Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36