Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2016 20:30 Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester. Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials, sem vonast til að ljúka fjármögnun slíkrar verksmiðju í sumar. Ráðamenn Silicor stefna að því að geta hafið framkvæmdir í haust við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en fram hefur komið í fréttum að fyrirtækið á eftir að tryggja sér um helming þeirra 80 megavatta raforku sem verksmiðjan þarf. Henni er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarflögur og er ætlunin að selja megnið af framleiðslunni til Kína. Efnahagssamdráttur í Kína veldur forstjóra Silicor þó ekki áhyggjum. „Sú grein sem sagt er að muni halda áfram að vaxa er sólarkísill. Allt bendir til að ekki verði neinn samdráttur í þessari grein þar og notendahópur okkar er að mestu þar,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Spár geri ráð fyrir að markaður fyrir sólarkísil haldi áfram að vaxa, bæði í Kína sem og annarsstaðar í heiminum. „Þrátt fyrir samdrátt í stáli og öðrum rekstri sem byggist á hrávöru eru menn enn mjög bjartsýnir á sólarkísilinn.“Lóð Silicor á Grundartanga er afmörkuð með gulum lit.Mynd/Silicor Materials.Þá segir Terry Jester að fjármögnun sé á lokastigi. „Við erum að ganga frá stórum hluta fjármögnunarinnar, við erum að vinna í hlutafénu, nokkrir stórir fjárfestar munu skrifa undir lánsloforð á næstu vikum. Um það leyti munum við vinna að því að ganga frá bankaláni frá Þýskalandi.“ Handan fjarðar í Hvalfirði eru margir hins vegar búnir að fá nóg af verksmiðjum, og þótt Silicor sé lýst sem grænni stóriðju sem mengi ekkert, og framleiði efni til að vinna orku úr sólinni, rísa menn samt upp og mótmæla. „Í fyrsta lagi trúi ég á rétt fólks til að gera það. Lönd okkar beggja byggja á rétti fólks til að tjá skoðanir sínar. Þessari verksmiðju fylgir enginn úrgangur, hún er umhverfisvæn, kolefnishlutlaus, þetta er svo gott verkefni, og ég held að þegar fólk skilur hvað við erum að gera þarna, - þá verður kannski enn einhver andstaða, - en ég held að fólk verði hissa á hve gott verkefni þetta er,“ segir Terry Jester.
Tengdar fréttir Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53 Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Faxaflóahafnir semja við Silicor Hefja framkvæmdir í haust. 23. apríl 2015 13:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. 2. júlí 2015 11:53
Gengur illa að tryggja sér raforku Talsmaður Silicor Materials segir bakslag hafa orðið í viðræðum við Landsvirkjun um kaup á þeirri litlu orku sem sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins þarf til að hefja starfsemi. Áhugi á verkefninu hjá nágrannaþjóðum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum tækniiðnaði. 3. mars 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36