Segir ráðningu skólameistara anga af spillingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2016 11:45 Ráða átti í starf skólameistarans frá og með 1. apríl. Fréttablaðið/Pjetur Ragnar Þór Pétursson, fulltrúi menntamálaráðherra í skólanefnd Borgarholtsskóla, hefur sagt sig úr skólanefndinni vegna ráðningar Ársæls Guðmundssonar í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla. Hann segir að skólanefndin hafi verið sammála um að annar umsækjandi hafi verið hæfari en Ársæll. Telur Ragnar nánast útilokað að Ársæll hafi verið valinn á faglegum forsendum og að máli angi af spillingu. Ragnar segir að nefndin hafi fengið það verkefni að meta hæfi umsækjenda um stöðu skólameistara sem losnaði þegar Bryndís Sigurjónsdóttir lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar vinna skólanefndar hófst við að meta umsóknir um stöðu skólameistara hafi nefndini borist tilmæli um að hún ætti ekki að taka viðtöl við umsækjendurna. „Þegar að því kom bárust nefndinni frekar nákvæm fyrirmæli þar sem meðal annars var mælst til þess að nefndin léti það vera að skoða umsækjendur of vel. Samt sem áður átti nefndin að leggja mat á hæfi umsækjenda. Það fór svo að nefndin hafði ekkert í höndunum við matið annað en innsendar umsóknir,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Stundinni.„Ég held að málið angi allt af spillingu“ Ragnar segir að hver og einn nefndarmaður hafi lagt sjálfstætt mat á umsóknirnar. Þeir hafi svo allir komist að sömu niðurstöðu um að einn umsækjandi væri hæfastur en enginn þeirra sem sat í skólanefndinni hafi talið Ársæl vera hæfasta umsækjandann. Tilkynnt var í lok maí að Ársæll Guðmundsson hafði verið ráðinn skólameistari. Ragnar segir að útilokað sé að Ársæll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum og að altalað hafi verið að staðan hafi verið eyrnamerkt Ársæli. „Þvert á móti voru fleiri en einn umsækjandi að mínu mati augljóslega frambærilegri. Ég held að Ársæll Guðmundsson hafi verið ráðinn af pólitískum ástæðum. Ég treysti ekki því ferli sem fram fór,“ segir Ragnar Þór. „Ég held að málið allt angi af spillingu.“Ráðningin dróst á langinn en upphaflega var gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í stöðuna frá 1. apríl. Vegna umsóknar Ársæls Guðmundssonar, sem starfað hefur undanfarið sem verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vegna tengsla hans við ráðuneytið var ákveðið að innanríkisráðherra skipaði í stöðuna. Ólöf Nordal skipaði Ársæl Guðmundsson í stöðuna frá 1. júlí næstkomandi.Aðstoðarskólameistari sagði ráðningarferlið klúðurslegt Samkvæmt heimildum Vísis var Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari skólans, metinn hæfastur umsækjenda af skólanefndinni. Skömmu eftir að tilkynnt var um ráðningu Ársæls Guðmundssonar í stöðu skólameistara tjáði Ingi Bogi sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist vona að „íslensk stjórnsýsla dragi lærdóm af klúðurslegri afgreiðslu þessa máls.“ Ingi Bogi vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum. Tengdar fréttir Ársæll skipaður í embætti skólameistara Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. 30. maí 2016 07:00 Kurr í Borgarholtsskóla Dregist hefur að ráða nýjan skólameistara. Umsóknarfrestur rann út fyrir þremur mánuðum. Kennurum skólans finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. 7. maí 2016 07:00 Ekki vitað hvenær ráðið verður í stöðu skólameistara Borgó Ráða átti í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þann 1. apríl síðastliðinn. Enn er hins vegar óráðið í stöðuna og gegnir aðstoðarskólameistari, Ingi Bogi Bogason, embættinu til loka apríl. 14. apríl 2016 14:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, fulltrúi menntamálaráðherra í skólanefnd Borgarholtsskóla, hefur sagt sig úr skólanefndinni vegna ráðningar Ársæls Guðmundssonar í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla. Hann segir að skólanefndin hafi verið sammála um að annar umsækjandi hafi verið hæfari en Ársæll. Telur Ragnar nánast útilokað að Ársæll hafi verið valinn á faglegum forsendum og að máli angi af spillingu. Ragnar segir að nefndin hafi fengið það verkefni að meta hæfi umsækjenda um stöðu skólameistara sem losnaði þegar Bryndís Sigurjónsdóttir lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þegar vinna skólanefndar hófst við að meta umsóknir um stöðu skólameistara hafi nefndini borist tilmæli um að hún ætti ekki að taka viðtöl við umsækjendurna. „Þegar að því kom bárust nefndinni frekar nákvæm fyrirmæli þar sem meðal annars var mælst til þess að nefndin léti það vera að skoða umsækjendur of vel. Samt sem áður átti nefndin að leggja mat á hæfi umsækjenda. Það fór svo að nefndin hafði ekkert í höndunum við matið annað en innsendar umsóknir,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Stundinni.„Ég held að málið angi allt af spillingu“ Ragnar segir að hver og einn nefndarmaður hafi lagt sjálfstætt mat á umsóknirnar. Þeir hafi svo allir komist að sömu niðurstöðu um að einn umsækjandi væri hæfastur en enginn þeirra sem sat í skólanefndinni hafi talið Ársæl vera hæfasta umsækjandann. Tilkynnt var í lok maí að Ársæll Guðmundsson hafði verið ráðinn skólameistari. Ragnar segir að útilokað sé að Ársæll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum og að altalað hafi verið að staðan hafi verið eyrnamerkt Ársæli. „Þvert á móti voru fleiri en einn umsækjandi að mínu mati augljóslega frambærilegri. Ég held að Ársæll Guðmundsson hafi verið ráðinn af pólitískum ástæðum. Ég treysti ekki því ferli sem fram fór,“ segir Ragnar Þór. „Ég held að málið allt angi af spillingu.“Ráðningin dróst á langinn en upphaflega var gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í stöðuna frá 1. apríl. Vegna umsóknar Ársæls Guðmundssonar, sem starfað hefur undanfarið sem verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vegna tengsla hans við ráðuneytið var ákveðið að innanríkisráðherra skipaði í stöðuna. Ólöf Nordal skipaði Ársæl Guðmundsson í stöðuna frá 1. júlí næstkomandi.Aðstoðarskólameistari sagði ráðningarferlið klúðurslegt Samkvæmt heimildum Vísis var Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari skólans, metinn hæfastur umsækjenda af skólanefndinni. Skömmu eftir að tilkynnt var um ráðningu Ársæls Guðmundssonar í stöðu skólameistara tjáði Ingi Bogi sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist vona að „íslensk stjórnsýsla dragi lærdóm af klúðurslegri afgreiðslu þessa máls.“ Ingi Bogi vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum.
Tengdar fréttir Ársæll skipaður í embætti skólameistara Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. 30. maí 2016 07:00 Kurr í Borgarholtsskóla Dregist hefur að ráða nýjan skólameistara. Umsóknarfrestur rann út fyrir þremur mánuðum. Kennurum skólans finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. 7. maí 2016 07:00 Ekki vitað hvenær ráðið verður í stöðu skólameistara Borgó Ráða átti í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þann 1. apríl síðastliðinn. Enn er hins vegar óráðið í stöðuna og gegnir aðstoðarskólameistari, Ingi Bogi Bogason, embættinu til loka apríl. 14. apríl 2016 14:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ársæll skipaður í embætti skólameistara Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Borgarholtsskóla. 30. maí 2016 07:00
Kurr í Borgarholtsskóla Dregist hefur að ráða nýjan skólameistara. Umsóknarfrestur rann út fyrir þremur mánuðum. Kennurum skólans finnst þeir lítilsvirtir af stjórnvöldum. 7. maí 2016 07:00
Ekki vitað hvenær ráðið verður í stöðu skólameistara Borgó Ráða átti í stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þann 1. apríl síðastliðinn. Enn er hins vegar óráðið í stöðuna og gegnir aðstoðarskólameistari, Ingi Bogi Bogason, embættinu til loka apríl. 14. apríl 2016 14:07