Innlent

Alltaf rok í vinnunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Endurbætur á Borgarfjarðarbrú eru í fullum gangi enda er þessi nærri fjörutíu ára gamla brú farin að láta á sjá. Brúarsmiðirnir segja nærri alltaf rok á brúnni en engu að síður gangi verkið vel.

Borgarfjarðarbrú er ríflega fimm hundruð metra löng. Síðan árið 2012 hefur verið unnið að því á hluta úr ári að laga slitlagið á brúnni. Brúin er víða farin að láta á sjá. „Þetta er náttúrulega fjörtíu ára gamalt og þessi aðgerð dugar vonandi fimmtíu, sextíu, sjötíu ár,“ segir Sigurður Hallur Sigurðsson brúarsmiður Vegagerðarinnar.

Sigurður Hallur segir aðstæður á brúnni oft erfiðar en verkið gangi vel. „Það er alltaf rok hérna nema núna. Það getur verið kalt og blautt og erfitt að vinna hérna en þetta gengur samt fínt,“ segir Sigurður Hallur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×